Hlauparar
Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Konan mín er Anna Björk, formaður Hringsins til 7 ára. Að taka þátt í því ferðalagi með henni hefur verið ógleymanlegt og gefandi. Hringurinn greiðir engum laun, heldur ekki formanninum, þó það sé fullt starf, þannig að allir fjármunir sem safnast fara beint til stuðnings Barnaspítalans og annara góðgerðastarfa í þágu barna. Við Anna höfum orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að eignast 3 börn og 5 barnabörn og þó þau séu blessunarlega öll heilbrigð í dag, þá hafa þau flest þurft á þjónustu barnaspítala Hringsins að halda, eins og svo mörg önnur börn á Íslandi.
Ég hleyp fyrir Hringinn og Önnu Björk, sem verður í klappliðinu þetta árið þar sem hún er nýkomin úr aðgerð á fæti og hvet ykkur öll til að styrkja Hringinn myndarlega.
Barnaspítalasjóður Hringsins, Vökudeild, Hringurinn
Hringurinn er kvenfélag, stofnað 1904. Félagið hefur að markmiði að vinna að líknar- og mannúðarmálum, sérstaklega í þágu barna.
Nýir styrkir