Hlaupurum í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka gefst kostur á að hlaupa til styrktar góðu málefni. Þeir sem velja að hlaupa til góðs fá sérstakt svæði á áheitavefnum hlaupastyrkur.is þar sem þeir geta sett inn mynd af sér og hvatt fólk til að heita á sig.
Árið 2024 var sannkallað met ár og söfnuðust 255.351.614 krónur en er það hæsta upphæðin sem hefur verið safnað hingað til. Það voru 169 góðgerðafélög sem söfnuðu áheitum í ár. Þau félög sem söfnuðu mest voru Ljósið - endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda sem safnaði 22,8 milljónum, Gleym-mér-ei styrktarfélag safnaði 16,8 milljónum og Píeta samtökin, sjálfsvígs- og sjálfsskaða forvarnir safnaði 12,9 milljónum. Haraldur Ingi Þorleifsson safnaði mest einstaklinga 2.081.500 krónum fyrir Solaris, næst var Berglind Sigurðardóttir sem safnaði 1,4 milljónum fyrir Björgunarsveitirnar Dagrenning og Bróðurhönd og þriðja var Nanna Björg Lúðvíksdóttir sem safnaði einnig 1,4 milljónum fyrir Styrktarfélag Alexöndru P. Barkardóttur. Sá hlaupahópur sem safnaði mest eða um 4,3 milljónum var Í minningu Leós Ásgeirssonar fyrir Krýsuvíkursamtökin. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar um áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka.
Góðgerðafélögin sem taka þátt í áheitasöfnuninni á hlaupastyrkur.is fjölmenna mörg út á götu og hvetja hlaupara til dáða á hlaupdag. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd vekur það mikla gleði bæði hjá hlaupurum og hvatningarfólkinu sjálfu.