Áheitasöfnunin hófst í nóvember þegar skráningin opnaði. Opið verður fyrir skráningu góðgerðarfélaga til og með 1. ágúst 2024. Söfnunin lokar mánudaginn 26. ágúst 2024.
Áheitasöfnun í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2024 fer fram á hlaupastyrkur.is líkt og undanfarin ár. Öll áheit renna óskipt beint til skráðra góðgerðarfélaga.
Hlauptu til góðs
Allir þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka geta tekið þátt í áheitasöfnuninni. Sjá nánar hér.
Skráning góðgerðafélaga
Skráning góðgerðafélaga í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka 2024. Ný félög sem hafa áhuga á að taka þátt í áheitasöfnuninni er bent á að senda upplýsingar um nafn, kennitölu og bankareikning félags á netfangið [email protected].
Til að félag geti birst á hlaupastyrkur.is síðunni þarf að fara inn á Corsa (umsjónarsvæði góðgerðarfélaga), samþykkja skilmálana og birtingu og samþykkja nýju reglur Hlaupastyrks.
Áheitasöfnunin 2023
Áheitasöfnun í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka fór fram úr björtustu vonum, þar sem söfnuðust 199.932.170 krónur, sem er hæsta upphæð sem hefur safnast inná Hlaupastyrk.is. Heildarupphæð áheita sem nú hafa safnast frá upphafi eru um 1.444 milljónir.
Lárus Welding safnaði mest einstaklinga 3,1 milljónum fyrir Krýsuvíkursamtökin, næstur var Rúnar Marinó Ragnarsson safnaði 1,8 milljónum fyrir Kraft og þriðji var Gunnar Örn Hilmarsson sem safnaði 1,4 milljónum fyrir Einstök börn Stuðningsfélag. Sá hlaupahópur sem safnaði mest eða um 7,7 milljónum var Boss HHHC fyrir Kraft.
154 góðgerðarfélög söfnuðu áheitum í ár, en áheitin hafa verið greidd til góðgerðafélaganna. Öll áheit sem bárust fara beint til félaganna því Íslandsbanki greiðir allan kostnað við söfnunina. Þau félög sem söfnuðu mest voru Ljósið - endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda sem safnaði 19,9 milljónum, Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur safnaði 18,9 milljónum og Gleym-mér-ei styrktarfélag safnaði 9,6 milljónum.