Frá árinu 2007 hafa þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka getað hlaupið til styrktar góðu málefni. Tugir miljóna hafa safnast til á annað hundrað góðgerðafélaga í tengslum við hlaupið. Upphæðirnar smáar sem stórar hafa skipt félögin miklu máli og verið notaðar í mörg þörf verkefni.
Árið 2010 var ákveðið að setja enn meiri kraft í áheitamálin með opnun vefsins hlaupastyrkur.is. Aukin sýnileiki hlaupara á nýja vefnum hlaupastyrkur.is skilaði sér heldur betur til góðgerðafélaganna því um 30 milljónir söfnuðust sem er met í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons. Það var Íslandsbanki sem gaf hlaupinu og áheitasöfnuninni vefinn.
Árið 2011 var síðan aftur slegið met í áheitasöfnuninni þegar 43.654.858 krónur söfnuðust til 131 góðgerðafélags. Rúmlega 50% þeirra hlaupara sem tóku þátt í áheitavegalengdum Reykjavíkurmaraþons 2011 skráðu sig á hlaupastyrkur.is og söfnuðu áheitum.
Árið 2012 söfnuðust alls 45.987.154 krónur til 130 góðgerðafélaga í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka á hlaupastyrkur.is. Tæplega 80 af þeim 133 félögum sem tóku þátt í söfnuninni fengu meira en 100.000 krónur í sinn hlut og tíu félög fengu meira en milljón.
Árið 2013 söfnuðust alls 72.549.948 krónur til 148 góðgerðafélaga í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka á hlaupastyrkur.is. Þau félög sem safnaðist mest fyrir árið 2013 voru Ljósið, endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda 7,1 milljónir, Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna 4,5 milljónir, Krabbameinsfélag Íslands 3,5 milljónir og Hringurinn 2,7 milljónir. 85 af þeim 148 félögum sem tóku þátt í söfnuninni fengu meira en 100.000 krónur í sinn hlut, sautján félög fengu meira en milljón.
Árið 2014 söfnuðust alls 85.634.595 krónur til 163 góðgerðafélaga í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka á hlaupastyrkur.is. Þetta er 18% hærri upphæð en safnaðist árið 2013 þegar met var slegið í áheitasöfnun. Þau félög sem safnaðist mest fyrir árið 2014 voru Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna 5,6 milljónir, Styrktarsjóður Heiðu Hannesar 4 milljónir og Hringurinn 3,7 milljónir. 110 af þeim 167 félögum sem tóku þátt í söfnuninni fengu meira en 100.000 krónur í sinn hlut, 26 félög fengu meira en milljón. Sjá nánar í áheitaskýrslunni 2014.
Árið 2015 söfnuðu hlauparar 80.088.516 krónum til 167 góðgerðafélaga. Þau félög sem safnaðist mest fyrir í ár voru Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna 5,7 milljónir, Krabbameinsfélag Íslands 3,6 milljónir og MND félagið á Íslandi 2,8 milljónir. 114 af þeim 173 félögum sem tóku þátt í söfnuninni fengu meira en 100.000 krónur í sinn hlut, 22 félög fengu meira en milljón. Sjá nánar í áheitaskýrslunni 2015.
Árið 2016 var sett nýtt met í áheitasöfnun hlaupsins þegar 97.297.117 krónur söfnuðust til 164 góðgerðafélaga. Þau félög sem safnaðist mest fyrir árið 2016 voru Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna 6,7 milljónir, Ljósið 5,4 milljónir og Krabbameinsfélag Íslands 4 milljónir. 118 af þeim 164 félögum sem safnað var fyrir fengu meira en 100.000 krónur í sinn hlut, 27 félög fengu meira en milljón. Skorri Rafn Rafnsson safnaði mest allra einstaklinga á hlaupastyrkur.is, 3.643.500 kr, en aldrei hefur einstaklingur áður safnað eins miklu. Sjá nánar í áheitaskýrslunni 2016 og tölfræðiglærum 2016.
Árið 2017 söfnuðu hlauparar 21,9% hærri upphæð en árið á undan eða 118.583.717 krónum sem var nýtt og glæsilegt met. 152 góðgerðafélög fengu áheit þetta árið en mest fengu Hlaupið fyrir Láru 11,8 milljónir, Ljósið 9,7 milljónir og Barnaspítalasjóður Hringsins 6,6 milljónir. Leifur Grétarsson safnaði mest allra hlaupara, 4.323.392 krónur, en flest áheit fékk Camilla Rut Rúnarsdóttir, 583 áheit. Smellið hér til að skoða lista yfir félög og greidd áheit og hér til að skoða helstu tölfræði söfnunarinnar 2017.
Árið 2018 var enn á ný sett met í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka. 156.926.358 krónur söfnuðust til 175 góðgerðafélaga, 32% hærri upphæð en árið á undan. Þau félög sem fengu mest þetta árið voru MND félagið á Íslandi 10,8 milljónir, Ljósið 10 milljónir og Alzheimersamtökin 8,3 milljónir. Ólafur Darri Ólafsson safnaði mest allra einstaklinga í söfnuninni, 1.372.624 krónur fyrir AHC samtökin. Hlaupahópurinn "Hlaupum fyrir Ágúst" safnaði mest allra hópa, 8.363.100 krónur fyrir MND félagið á Íslandi. Telma Lind Stefánsdóttir fékk flest áheit allra í söfnuninni, 298 talsins, en hún safnaði fyrir Styrktarfélag Krabbameinssjúkra barna. Smellið hér til að skoða lista yfir félög og greidd áheit og hér til að skoða helstu tölfræði söfnunarinnar 2018.
Árið 2019 söfnuðust í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka kr. 167.483.404 til 181 góðgerðarfélaga sem var nýtt met eða 6,7% meira en safnaðist árið 2018. Þau félög sem fengu mest úr söfnuninni í ár voru Ljósið, 15.007.293 milljónir, Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna, 11.303.364 milljónir og Alzheimersamtökin 8.275.014 milljónir. Olga Katrín Davíðsdóttir Skarstad safnaði mest allra einstaklinga, 1.400.000 krónur fyrir Vini Ólavíu - Styrktarfélag. Olga Katrín fékk einnig flest áheit eða 240 talsins. Hlaupahópurinn "Vinir Ólavíu" safnaði mest allra hópa, 3.886.000 krónur. Smellið hér til að skoða lista yfir félög og greidd áheit og hér til að skoða helstu tölfræði söfnunarinnar 2019.
Árið 2020 fór Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka ekki fram, vegna covid-19. Í ljósi þess að áheitasöfnunin skiptir góðgerðarfélögin miklu máli var fókusinn settur á áheitasöfnun og hlauparar hvattir til að hlaupa sitt maraþon og safna fyrir sín félög. 159 góðgerðarfélög tóku þátt og söfnuðust 72.658.607 krónur sem er frábær árangur miðað við að ekkert opinbert hlaup fór fram. Björgvin Ingi Ólafsson safnaði mest allra einstaklinga, 1.405.000 krónur fyrir Ferðasjóð Guggu, en Björgvin Ingi fékk einnig flest áheit, 245 talsins. Kristín Ösp Þorleifsdóttir safnaði næst mest, 1.171.000 fyrir Ljósið, endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda. Þriðja hæst var Lára Guðmundsdóttir sem hljóp fyrir Berglindi og safnaði hún 1.128.499 krónum.
Árið 2021 fór Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka ekki fram í annað sinn, vegna covid-19. Áheitasöfnun fór þó fram en alls söfnuðust 48.482.519 til 116 góðgerðarfélaga. Fjöldi hlaupara skráðu sig á hlaupstyrkur.is og söfnuðu fyrir sín góðgerðarfélög. Fannar Guðmundsson safnaði mest allra einstaklinga, þegar hann safnaði 3.3650.500 krónur fyrir Barnaspítala Hringsins, Vökudeild Hringurinn. Íris Angela Jóhannesdóttir safnaði næst mest, 1.202.000 krónur fyrir Hetjan okkar Guðni. Í þriðja sæti einstaklinga var Sunna Valdís Sigurðardóttir sem safnaði 845.400 krónum og hljóp fyrir AHC Samtökin. Sá hlaupahópur sem safnaði mestu var Eyjólfsbörn, þau söfnuðu 806.000 krónum, næst voru Starfsmenn Hagaskóla sem söfnuðu 389.500 krónum.
Árið 2022 fór söfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka fram úr björtustu vonum þegar það söfnuðust 132.714.696 krónur, sem er þriðja hæsta upphæðin sem hefur safnast frá því að áheitasöfnunin hófst árið 2006. Skráning í Reykjavíkurmaraþonið var minni en oft áður, en 156 góðgerðarfélög söfnuðu áheitum í ár. Þau félög sem fengu mestu í ár eru Ljósið - endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda sem safnaði 12 milljónum, Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna safnaði næst mest þegar þau söfnuðu rúmum 7 milljónum og Píeta samtökin, sjálfsvígs- og sjálfsskaða forvarnir söfuðu 6.6 milljónum. Hilmar Gunnarsson safnaði mest allra einstaklinga, 2.100.175 krónur fyrir Reykjardal. Erling Daði Emilsson safnaði næst mest, 1.349.400 krónur fyrir Styrktarfélag Krabbameinssjúkra barna. Í þriðja sæti einstaklinga var Svanhvít Yrsa Árnadóttir sem safnaði 1.144.000 krónum einnig fyrir Styrktarfélag Krabbameinssjúkra Barna. Sá hlaupahópur sem safnaði mestu var Sperrileggir - vinir Guðrúnar Birnu en þau söfnuðu 1.665.000 krónum fyrir Styrktarfélag Krabbameinssjúkra barna.
Árið 2023 var sannkallað met ár og söfnuðust 199.932.170 krónur en er það hæsta upphæðin sem hefur verið safnað hingað til. Það voru 154 góðgerðafélög sem söfnuðu áheitum í ár. Þau félög sem söfnuðu mest voru Ljósið - endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda sem safnaði 19,9 milljónum, Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur safnaði 18,9 milljónum og Gleym-mér-ei styrktarfélag safnaði 9,6 milljónum. Lárus Welding safnaði mest einstaklinga 3,1 milljónum fyrir Krýsuvíkursamtökin, næstur var Rúnar Marinó Ragnarsson safnaði 1,8 milljónum fyrir Kraft og þriðji var Gunnar Örn Hilmarsson sem safnaði 1,4 milljónum fyrir Einstök börn Stuðningsfélag. Sá hlaupahópur sem safnaði mest eða um 7,7 milljónum var Boss HHHC fyrir Kraft.
Áheitasöfnun árið 2024 fór fram úr björtustu vonum, þar sem söfnuðust 255.351.614 krónur á Hlaupastyrk, sem er hæsta upphæð, auk þess sem Teya og Mastercard stóðu fyrir auka söfnun óháð góðgerðarfélagi en þar söfnuðust 2.338.847 krónur sem var deilt jafnt á öll félögin. Alls safnaðist 2024 - 257.690.461 krónur.
Haraldur Ingi Þorleifsson safnaði mest einstaklinga 2.081.500 krónum fyrir Solaris, næst var Berglind Sigurðardóttir sem safnaði 1,4 milljónum fyrir Björgunarsveitirnar Dagrenning og Bróðurhönd og þriðja var Nanna Björg Lúðvíksdóttir sem safnaði einnig 1,4 milljónum fyrir Styrktarfélag Alexöndru P. Barkardóttur. Sá hlaupahópur sem safnaði mest eða um 4,3 milljónum var Í minningu Leós Ásgeirssonar fyrir Krýsuvíkursamtökin.
169 góðgerðarfélög söfnuðu áheitum. Þau félög sem söfnuðu mest voru Ljósið - endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda sem safnaði 22,8 milljónum, Gleym-mér-ei styrktarfélag safnaði 16,8 milljónum og Píeta samtökin, sjálfsvígs- og sjálfsskaða forvarnir safnaði 12,9 milljónum.
Heildarupphæð áheita sem hafa safnast í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka frá því áheitasöfnun hófst árið 2006 er nú komin í tæplega 1.701 milljónir.