Undirbúningur fyrir hlaup

    Mínar síður

    „Mínar síður" er svæði hlauparans þar sem hægt er að skoða og breyta persónuupplýsingum, breyta um vegalengd, búa til áheitasíðu og kaupa ýmsan varning

    Afhending gagna/Fit & Run

    Afhending ganga fer fram í Laugardalshöll, þar sem stórsýningin Fit&Run er haldin samhliða með hlaupatengdri fræðslu og sölu á íþróttavörum. Opið verður:

    • Fimmtudaginn 21. ágúst kl. 15:00 - 20:00
    • Föstudaginn 22. ágúst kl. 14:00-19:00

    QR Kóði

    Við afhendingu hlaupagagna eru þátttakendur beðnir að hafa QR kóða tilbúinn til að flýta fyrir afhendingu. QR kóðinn er sendur í tölvupósti til hlaupara fyrir afhendingu gagna. Einnig er hægt að finna QR kóðann og kvittun til útprentunar á „Mínum síðum".

    Truflun á umferð

    Laugardaginn 23. ágúst verða lokanir og truflanir á umferð vegna hlaupsins, frá kl. 08:00 til 15:00. Nánari upplýsingar um lokaðar götur og tímasetningar má nálgast hér. Vegfarendur eru hvattir til að kynna sér þessar upplýsingar og skipuleggja ferðir sínar í samræmi við þær.

    Kort af hlaupaleiðum

    Í Reykjavíkurmaraþoninu er boðið uppá 3 keppnisvegalengdir og svo skemmtiskokk sem skiptist niður í 3 km leið og 1,7 km leið. Flest ættu því að geta fundið vegalengd sem hentar þeim. Hér er hægt að kynna sér allar þær vegalengdir sem eru í boði, upplýsingar um götur sem hlaupið er á, tímatöku og annað sem gott er að hafa í huga.

    Kort í snjallúr

    Hér má finna leiðbeiningar um hvernig hægt sé að hlaða inn kortum af hlaupaleiðum í snjallúrið sitt. Með kortunum færðu skýra yfirsýn, betri skipulagningu og aukið öryggi á hlaupaleiðinni.

Styrktaraðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • Suzuki
  • ÍTR
  • 66 Norður
  • Gatorade