
- Fimmtudaginn 21. ágúst kl. 15:00 - 20:00
- Föstudaginn 22. ágúst kl. 14:00-19:00
Mínar síður
„Mínar síður" er svæði hlauparans þar sem hægt er að skoða og breyta persónuupplýsingum, breyta um vegalengd, búa til áheitasíðu og kaupa ýmsan varning
Afhending gagna/Fit & Run
Afhending ganga fer fram í Laugardalshöll, þar sem stórsýningin Fit&Run er haldin samhliða með hlaupatengdri fræðslu og sölu á íþróttavörum. Opið verður:
QR Kóði
Við afhendingu hlaupagagna eru þátttakendur beðnir að hafa QR kóða tilbúinn til að flýta fyrir afhendingu. QR kóðinn er sendur í tölvupósti til hlaupara fyrir afhendingu gagna. Einnig er hægt að finna QR kóðann og kvittun til útprentunar á „Mínum síðum".
Truflun á umferð
Laugardaginn 23. ágúst verða lokanir og truflanir á umferð vegna hlaupsins, frá kl. 08:00 til 15:00. Nánari upplýsingar um lokaðar götur og tímasetningar má nálgast hér. Vegfarendur eru hvattir til að kynna sér þessar upplýsingar og skipuleggja ferðir sínar í samræmi við þær.
Kort af hlaupaleiðum
Í Reykjavíkurmaraþoninu er boðið uppá 3 keppnisvegalengdir og svo skemmtiskokk sem skiptist niður í 3 km leið og 1,7 km leið. Flest ættu því að geta fundið vegalengd sem hentar þeim. Hér er hægt að kynna sér allar þær vegalengdir sem eru í boði, upplýsingar um götur sem hlaupið er á, tímatöku og annað sem gott er að hafa í huga.
Kort í snjallúr
Hér má finna leiðbeiningar um hvernig hægt sé að hlaða inn kortum af hlaupaleiðum í snjallúrið sitt. Með kortunum færðu skýra yfirsýn, betri skipulagningu og aukið öryggi á hlaupaleiðinni.