Veldu vegalengd sem hentar þér best.
Í Reykjavíkurmaraþoninu er boðið uppá 3 keppnisvegalengdir og svo skemmtiskokk sem skiptist niður í 3 km leið og 1,7 km leið. Flest ættu því að geta fundið vegalengd sem hentar þeim. Hér að neðan er hægt að kynna sér allar þær vegalengdir sem eru í boði, upplýsingar um götur sem hlaupið er á, tímatöku og annað sem gott er að hafa í huga.
Þátttaka
10 km hlaupið hefur verið vinsælasta vegalengdin í Reykjavíkurmaraþoni frá árinu 2005. Vegalengdin var í fyrsta sinn í boði í 10. hlaupinu árið 1993 en þá tóku 1.131 þátt. Undanfarin ár hafa þátttakendur verið yfir 7.000.
10 km hlaupið er ætlað öllum þeim sem verða 12 ára á árinu sem hlaupið fer fram. Ekki er æskilegt að yngri börn taki þátt. Smellið hér til að fá nánari upplýsingar um skráningu og þátttökugjald. Heimilt er að hafa kerru eða vagn í þessari vegalengd en þá er nauðsynlegt að stilla sér upp aftast.
Hlaupaleiðin
Allar vegalengdir eru ræstar frá Sóleyjargötu og markið er staðsett í Lækjargötu.
Hlaupið er um eftirfarandi götur:
*birt með fyrirvara um villur.
Sóleyjargata, Njarðargata, Sturlugata, Sæmundargata, Eggertsgata, Suðurgata, Lynghagi, Ægisíða, Nesvegur, Suðurströnd, Lindarbraut, Norðurströnd, Eiðsgrandi, Ánanaust, Mýrargata, Tryggvagata, og Lækjargata.
Leiðin er mæld samkvæmt stöðlum AIMS (alþjóðleg samtök hlaupa).
Tímataka
Sjálfvirk tímataka er í 10 km hlaupinu og þurfa öll sem taka þátt að hafa númer með áfastri tímatökuflögu til að fá skráðan tíma.
Verðlaun og aldursflokkar
Allir hlauparar sem koma í mark fá verðlaunapening auk þess sem fyrstu þrír karlar, konur og kvár fá sérstök verðlaun.
Einnig fá öll sem eru í fyrsta sæti í sínum aldursflokki verðlaun. Aldursflokkaverðlaunin eru þó ekki afhend á hlaupdag en haft verður samband við þau sem lentu í verðlaunasæti þegar dagur hefur verið ákveðinn fyrir afhendingu þeirra.
Truflun á umferð og hvatning hlaupara
Á hverju ári gefur hefur hlaupið talsverð áhrif á umferð bíla á hlaupdag. Sjálfboðaliðar standa vaktina þar sem þörf er á til að koma í veg fyrir slys á þátttakendum. Við hvetjum öll sem þurfa að vera á ferðinni þennan dag að kynna sér truflanir á umferð og svo er einnig tilvalið að kynna sér góða hvatningarstaði í borginni.
Þátttaka
Hálfmaraþon er 21,1 km langt. Í fyrsta Reykjavíkurmaraþoninu árið 1984 tóku 68 þátt í hálfu maraþoni en undanfarin ár hefur fjöldi skráðra þátttakenda nálgast 3000 manns.
Allir sem verða 15 ára á árinu geta tekið þátt í hálfmaraþoni Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka. Ekki er mælt með því að óvanir hlauparar taki þátt í þessari vegalengd enda ekki á allra færi að hlaupa rúman 21 kílómeter. Smellið hér til að fá nánari upplýsingar um skráningu og þátttökugjald.
Við viljum vekja athygli á því að ekki er heimilt að hafa meðferðis kerrur eða vagna þegar hlaupið er í keppnisvegalengdum, sem hálfmaraþonið er, sjá reglu 13 í reglum hlaupsins hér.
Hlaupaleiðin
Allar vegalengdir eru ræstar frá Sóleyjargötu og markið er staðsett í Lækjargötu.
Hlaupið er á eftirfarandi götum:
*birt með fyrirvara um villur.
Hlaupið hefst eins og aðrar vegalengdir Reykjavíkurmaraþons í Sóleyjargötu og endar í Lækjargötu fyrir framan Menntaskólann í Reykjavík. Hlaupið er um eftirfarandi götur og stíga:
Sóleyjargata, Njarðargata, Sturlugata, Sæmundargata, Eggertsgata, Suðurgata, Lynghagi, Ægisíða, Nesvegur, Suðurströnd, Lindarbraut, Norðurströnd, Eiðsgrandi, Ánanaust, Fiskislóð, Hólmaslóð, Grandagarður, Mýrargata, Geirsgata, Kalkofnsvegur, Sæbraut í austur, Sægarðar, Sæbraut í vestur, Kalkofnsvegur og Lækjargata.
Hlaupaleiðin er mæld samkvæmt stöðlum AIMS (alþjóðleg samtök hlaupa).
Tímataka
Sjálfvirk tímataka er í hálfmaraþoninu og þurfa öll sem taka þátt að hafa númer með áfastri tímatökuflögu til að fá skráðan tíma.
Verðlaun og aldursflokkar
Allir hlauparar sem koma í mark fá verðlaunapening. Í hálfmaraþoni er auk þess veitt verðlaunafé til fyrstu þriggja karla, kvenna og kvára ásamt fleiri glæsilegum verðlaunum.
Einnig fá öll sem eru í fyrsta sæti í sínum aldursflokki verðlaun. Aldursflokkaverðlaunin eru þó ekki afhend á hlaupdag en haft verður samband við þau sem lentu í verðlaunasæti þegar dagur hefur verið ákveðinn fyrir afhendingu þeirra.
Truflun á umferð og hvatning hlaupara
Á hverju ári gefur hefur hlaupið talsverð áhrif á umferð bíla á hlaupdag. Sjálfboðaliðar standa vaktina þar sem þörf er á til að koma í veg fyrir slys á þátttakendum. Við hvetjum öll sem þurfa að vera á ferðinni þennan dag að kynna sér truflanir á umferð og svo er einnig tilvalið að kynna sér góða hvatningarstaði í borginni.
Þátttaka
Fyrsta Reykjavíkurmaraþonið fór fram árið 1984 en þá tóku 56 þátt í maraþon vegalengdinni. Undanfarin ár hafa um 1500 hlauparar verið skráðir til þátttöku í maraþon Reykjavíkurmaraþons.
Maraþon er 42,195 km langt og er það vegalengdin sem boðberi nokkur er sagður hafa hlaupið með skilaboð um sigur í bardaganum við Maraþon frá þeirri borg til Aþenu. Sagan segir að hann hafi ekkert stansað á leiðinni og hafi látist um leið og hann skilaði af sér boðunum.
Allir sem verða 18 ára á árinu geta tekið þátt í maraþoni í Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka. Ekki er mælt með því að óvanir hlauparar taki þátt í þessari vegalengd enda ekki á allra færi að hlaupa rúma 42 kílómetra. Athugið að tímamörk í hlaupinu eru 6 klukkustundir og 30 mínútur. Smellið hér til að fá nánari upplýsingar um skráningu og þátttökugjald.
Við viljum vekja athygli á því að ekki er heimilt að hafa meðferðis kerrur eða vagna þegar hlaupið er í keppnisvegalengdum, sjá reglu 13 í reglum hlaupsins hér.
Hlaupaleiðin
Allar vegalengdir eru ræstar frá Sóleyjargötu og markið er staðsett í Lækjargötu.
Hlaupið er um eftirfarandi götur og stíga:
*birt með fyrirvara um villur.
Sóleyjargata, Njarðargata, Sturlugata, Sæmundargata Eggertsgata, Suðurgata, Lynghagi, Ægisíða, Nesvegur, Suðurströnd, Lindarbraut, Norðurströnd, Eiðisgrandi, Ánanaust, Fiskislóð, Hólmaslóð, Grandagarður, Mýrargata, Geirsgata, Kalkofnsvegur, Sæbraut í austur, Sæbraut í vestur, Höfðatún, hringtorg, Katrínartún, Miðtún, Hátún, göngustígur í Sóltúni og meðfram Kringlumýrarbraut. Yfir göngubrú, inná Hofteig, yfir Reykjaveg og inn á göngustíg í Laugardalnum (Þvottalaugaveg), austur á göngustíg meðfram Engjavegi og göngustíg meðfram Suðurlandsbraut. Inn Skeiðarvog, Langholtsveg, Gnoðarvog, Skeiðarvog, austur göngustíg meðfram Suðurlandsbraut, göngubrú yfir Miklabraut og göngustíg meðfram Miklubraut. Undir Reykjanesbraut, göngustíg yfir á Rafstöðvarveg í norður, inn á göngustíg meðfram Bíldshöfða í vestur, göngustígur meðfram Knarrarvogi, Súðarvogi, Naustavogi og yfir göngubrýr við Elliðaárvoginn. Á göngustíg meðfram Sævarhöfða í austur, Tangabryggja, göngustígur fyrir aftan Naustabryggju, Naustabryggja og Sævarhöfði í suður. Rafstöðvarvegur í suður, inn á göngustíg yfir Elliðaár, undir Reykjanesbraut, Traðarland og allan Fossvogsdal. Yfir göngubrú. Fyrir neðan kirkjugarðinn er farið inn á hjólreiðastíg, meðfram Öskjuhlíðinni, yfir Flugvallarveg og fylgja göngustíg meðfram Flugvallarvegi, vestur göngustíg meðfram Bústaðavegi. Göngubrú yfir Hringbraut, Vatnsmýrarvegur, Gamla Hringbraut, Bergstaðastræti, Skólavörðustígur, Grettisgata, Barónsstígur, Hverfisgata, Frakkastígur, Sæbraut, Kalkofnsvegur og Lækjargata.
Hlaupaleiðin er mæld samkvæmt stöðlum AIMS (alþjóðleg samtök hlaupa).
Drykkjarstöðvar
Á um það bil fjögurra til fimm kílómetra fresti eru drykkjarstöðvar. Þar er boðið upp á Gatorade íþróttadrykk og vatn og ýmislegt matarkyns. Hægt er að fá eigin drykki flutta á drykkjarstöðvar við 20 km, 30 km og 35 km. Afhenda þarf drykkina í merktum flöskum með hlaupanúmeri þátttakanda á úrlausnaborði á skráningarhátíð í Laugardalshöll daginn fyrir hlaup. Í Lækjargötu, við endamarkið, er einnig drykkjarstöð og þar er maraþonhlaupurum boðið uppá næringu að loknu hlaupi. Á kortum af hlaupaleiðum má sjá staðsetningar drykkjarstöðva á leiðinni.
Tímataka
Sjálfvirk tímataka er í maraþoninu og þurfa öll sem taka þátt að hafa númer með áfastri tímatökuflögu til að fá skráðan tíma.
Verðlaun og aldursflokkar
Allir hlauparar sem koma í mark fá verðlaunapening. Í maraþoni er auk þess veitt verðlaunafé til fyrstu þriggja karla, kvenna og kvára ásamt fleiri glæsilegum verðlaunum.
Einnig fá öll sem eru í fyrsta sæti í sínum aldursflokki verðlaun. Aldursflokkaverðlaunin eru þó ekki afhend á hlaupdag en haft verður samband við þau sem lentu í verðlaunasæti þegar dagur hefur verið ákveðinn fyrir afhendingu þeirra.
Truflun á umferð og hvatning hlaupara
Á hverju ári gefur hefur hlaupið talsverð áhrif á umferð bíla á hlaupdag. Sjálfboðaliðar standa vaktina þar sem þörf er á til að koma í veg fyrir slys á þátttakendum. Við hvetjum öll sem þurfa að vera á ferðinni þennan dag að kynna sér truflanir á umferð og svo er einnig tilvalið að kynna sér góða hvatningarstaði í borginni.
Þátttaka
Frá árinu 1993 hefur þátttakendum í Reykjavíkurmaraþoninu staðið til boða að hlaupa skemmtiskokk og hefur það frá upphafi verið vinsælt. Hvert ár taka á bilinu 2.000-2.500 manns þátt.
Nauðsynlegt er að skrá sig í þetta hlaup eins og hinar vegalengdirnar en þau sem hlupu í öðrum vegalengdum fyrr um morguninn mega hafa númerið á sér áfram og taka þátt í skemmtiskokkinu líka en fá þó ekki medalíu aftur eða skráðan tíma. Smellið hér til að fá nánari upplýsingar um skráningu og þátttökugjald.
Hlaupaleiðin
Boðið er uppá tvær vegalengdir í skemmtiskokki, 1,7 km og 3 km. Styttri vegalengdin er hugsuð fyrir þau sem ekki treysta sér í 3 km. Hlaupið byrjar í Sóleyjargötu og þar er upphitun til að koma hlaupurum í gírinn. Þau sem hafa hugsað sér að hlaupa styttri leiðina ættu að byrja vinstra megin í götunni. Mikið fjör verður á brautinni, þetta er partýhlaup með allskonar skemmtunum á leiðinni, fígúrur, froða*, dansarar og tónlist. Skemmtiskokkið með fjölskyldunni er tilvalið niðurskokk fyrir hlaupara sem hlupu fyrr um daginn.
Hlaupið er á eftirfarandi götum:
*birt með fyrirvara um villur.
Hlaupið hefst eins og aðrar vegalengdir Reykjavíkurmaraþons í Sóleyjargötu og endar á Lækjargötu fyrir framan Menntaskólann í Reykjavík. Góð stemmning er á hlaupabrautinni þar sem tónlist og hvatning hvetur hlaupara áfram um miðbæ Reykjavíkur þar sem hlaupið er um eftirfarandi götur:
3 km leið: Sóleyjargata, Gamla Hringbraut, Smáragata, Njarðargata, Laufásvegur, Grundarstígur, Bjargarstígur, Þingholtsstræti, Hellusund, Skothúsvegur, Tjarnargata, Vonarstræti, Templarasund, Kirkjustræti, Pósthússtræti, Austurstræti, Veltusund, Hafnarstræti, Póshússtræti, Tryggvagata, og Lækjargata.
1,7 km leið: Sóleyjargata, Njarðargata, Fjólugata, Skothúsvegur, Tjarnargata, Vonarstræti, Templarasund, Kirkjustræti, Pósthússtræti, Austurstræti, Veltusund, Hafnarstræti, Póshússtræti, Tryggvagata, og Lækjargata.
Tímataka og þátttökuverðlaun
Tímataka verður í skemmtiskokki eins og öðrum vegalengdum en aðeins er hægt að fá tíma á skemmtiskokks hlaupanúmeri. Sjálfvirk tímataka er í skemmtiskokkinu og þurfa öll sem taka þátt að hafa númer með áfastri tímatökuflögu til að fá skráðan tíma.
Þrátt fyrir að tímataka sé í hlaupinu eru ekki veitt sérstök verðlaun fyrir þau sem koma fyrst í mark í skemmtiskokkinu og eru úrslit birt í stafrófsröð og eru ekki kynja- eða aldursflokkuð. Tímatakan í þessu hlaupi er hugsuð til hvatningar fyrir hvern og einn en ekki út frá keppni. Öll sem skráð eru í skemmtiskokkið og fara yfir marklínuna fá medalíu að loknu hlaupi.
*Froðan er náttúruvæn froða sem gufar upp.
Hlaupaleiðirnar eru merktar með skiltum við beygjur en auk þess eru göturnar málaðar með spreyi (aðallega maraþon leiðin). Fjöldi hlaupinna kílómetra má sjá reglulega á skiltum eða appelsínugulum keilum. Því miður er leiðin ekki algerlega lokuð fyrir akandi umferð og því eru hlauparar beðnir að fara varlega.
Kortin í snjallúr
Hér fyrir neðan má finna gpx skrár til að setja inn í snjallúr fyrir allar vegalengdir sem boðið er uppá í ár.