Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram 23. Ágúst 2025.
Skráning er opin.
Þú getur valið um að skrá þig (eða aðra) í eftirfarandi vegalengdir:
- Maraþon (42,2 km) - fyrir þau sem verða 18 ára á árinu
- Hálfmaraþon (21,1 km) - fyrir þau sem verða 15 ára á árinu og eldri
- 10 km hlaup - fyrir þau sem verða 12 ára á árinu og eldri
- Skemmtiskokk - fyrir fólk á öllum aldri
Þátttökugjöld
Þátttökugjöld í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2025 hækka eftir því sem nær dregur hlaupdegi.
Fyrstu 200 miðar eru á sérstöku forskráningar tilboði
Ofangreind gjöld eru í íslenskum krónum og miðast við einstakling.
Greiða þarf þátttökugjöld við skráningu og er ekki hægt að fá þau endurgreidd eða færð yfir á aðra viðburði á vegum Íþróttabandalags Reykjavíkur. Ef skráður þátttakandi getur ekki tekið þátt er þó í boði að gera nafna- og/eða vegalengdabreytingu á meðan rafræn skráning í hlaupið er opin inná „mínum síðum“. Sjá nánar hér neðar á síðunni.
Barna- og unglingagjald
Í 10 km, 21 km og skemmtiskokki er lægra gjald fyrir börn og unglinga undir 18 ára aldri.
Innifalið í þátttökugjöldum
Innifalið í þátttökugjöldum Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka er meðal annars rásnúmer, tímataka , þátttökuverðlaun, sundferð í einhverja af sundlaugum Reykjavíkur, drykkir frá Gatorade í marki og á drykkjarstöðvum.
Bolir til sölu
Vegna umhverfissjónarmiða verða bolir ekki innifaldir í þátttökugjaldinu. Hægt verður að kaupa boli á mínum síðum og við afhendingu gagna á meðan birgðir endast.
Greiðsluleiðir
Í skráningarferlinu er hægt að velja um að greiða þátttökugjaldið með öllum helstu debet- og kreditkortum og/eða gjafabréfi íþróttabandalags Reykjavíkur. Að lokinni skráningu fær viðkomandi senda kvittun í tölvupósti skráningunni til staðfestingar. Berist ekki kvittun hefur skráning ekki gengið í gegn.
Skilmálar
Við skráningu í hlaup á vegum Íþróttabandalags Reykjavíkur þurfa þátttakendur að haka við að þeir samþykki skilmála hlaupsins. Ef ekki er hakað í samþykki fyrir skilmálum er ekki hægt að skrá sig í hlaupið. Smelltu hér til að skoða skilmálana og hér til að lesa persónuverndarstefnu ÍBR sem er órjúfanlegur hluti af skilmálunum.
Staðfesting á skráningu
Við afhendingu hlaupagagna fimmtudag og föstudag fyrir hlaup eru þátttakendur beðnir að hafa QR/bar kóðan tilbúinn til að flýta fyrir afgreiðslu. Kóðinn er sendur í tölvupósti til hlaupara fyrir afhendingu gagna. Einnig er hægt að finna Kóðann og kvittun til útprentunar á „mínum síðum".
Mínar síður
Að skráningu lokinni eignast hver einstaklingur sitt svæði undir heitinu: „Mínar síður“ þar sem hægt er að breyta persónuupplýsingum, breyta vegalengd sinni. Frekari upplýsingar um „Mínar síður" er að finna hér.
Hópskráning
Í skráningarkerfinu er hægt að skrá nokkra hlaupara í einu og borga fyrir þá í einni greiðslu. Ekki er þó mælt með að skrá fleiri en 10 í hverri færslu. Fyrirtæki sem vilja skrá 10 eða fleiri til þátttöku geta haft samband.
Breyting á vegalengd
Þátttakendur geta breytt um vegalengd inni á mínum síðum á meðan netskráning er opin. Eftir það verður hægt að breyta um vegalengd á skráningarhátíðinni. Greiða þarf fyrir mismun á verði vegalengda ef farið er í dýrari vegalengd samkvæmt verðskrá sem er í gildi á þeim tíma sem breytingin er gerð. Ekkert sérstakt breytingagjald er tekið til viðbótar fyrir þessa breytingu. Ekki er hægt að breyta um vegalengd eftir að hlaupið er hafið.
Nafnabreyting
Hægt er að gera nafnabreytingu á skráningu á „mínum síðum". Nýr eigandi skráningarinnar fær staðfestingu á skráningu í tölvupósti ásamt aðgangi að „mínum síðum". Athugið að „mínar síður" eru aðeins opnar á meðan rafræn skráning er opin. Eftir að rafrænni skráningu lýkur er ekki hægt að gera nafnabreytingu.