Tímataka

Sjálfvirk tímataka er í 3 km skemmtiskokki, 10 km, hálfmaraþoni og maraþoni. Notaður verður tímatökubúnaður frá Race Results sem samanstendur af mottum í rásmarki sem hlauparar fara yfir í byrjun og enda hlaups en tímatökuflagan er innbyggð í hlaupanúmerinu hjá hverjum og einum.

Allir þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka fá hlaupanúmer sem festa þarf framan á bolinn áður en hlaupið hefst. Númerið þarf að vera sýnilegt og fyrir ofan mitti. Öryggisnælur fylgja með til að festa númerið.

Tímataka verður í maraþoni, hálfmaraþoni, 10 km hlaupi og 3 km skemmtiskokki. Tímatökuflagan sem mælir tíma þátttakenda í þessum vegalengdum er innbyggð í hlaupanúmerinu.

Mjög mikilvægt er að brjóta númerið ekki saman til að skemma ekki tímatökuflöguna.

Tímatökumottur verða staðsettar í markinu og á nokkrum völdum stöðum á hlaupaleiðinni. Tímatakan hefst þegar startskot ríður af og lýkur þegar hlaupari kemur í mark og kallast sá tími byssutími. Einnig er mældur svokallaður flögutími frá því hlaupari fer yfir mottuna í byrjun hlaups til að gefa honum nákvæman persónulegan tíma, óháð því hve aftarlega í hópnum hann var við ræsingu. Byssutíminn er sá tími sem gildir til úrslita í hlaupinu eins og alþjóðlegar reglur um lögleg götuhlaup segja til um.

Millitímamottur í maraþoni verða staðsettar á 6 stöðum á leiðinni: við 5 km, 10 km, 16,4 km, 21,1 km, 24,6 km, 29,6 km og 37,9 km. Þar fá keppendur skráðan millitíma svo framarlega sem þeir fara yfir mottuna.

Flögutímann fá öll sendan email stuttu eftir að þeir koma í mark.

Hér á rmi.is verða lifandi úrslit á hlaupdag. Um er að ræða óstaðfest úrslit og millitíma sem uppfærð eru á u.þ.b 10 sekúndna fresti (uppfærslutími gæti verið eitthvað lengri á álagstímum). Staðfest úrslit munu liggja fyrir um kl. 17.00 á hlaupdag.

Sérfræðingar frá Corsa og Race Results sjá um tímatökuna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka.

Styrktaraðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • Suzuki
  • ÍTR
  • 66 Norður
  • Gatorade