Hlaupahópur
Heilsa og Hugur
Hleypur fyrir Alzheimersamtökin
Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Heilsa og Hugur
Þetta er hópur fólks 67 ára og eldri úr Mosfellsbæ. Þessi fjörugi og skemmtilegi hópur kvenna og karla ætlar sér að ganga rösklega þessa 10 km í Reykjarvíkurmaraþoni þann 19. ágúst og styrkja í leiðinni Alzheimersamtökin.
“Ein besta forvörnin gegn heilabilunarsjúkdómum er regluleg hreyfing. Að koma púlsinum í gang daglega getur gert kraftaverk og er gott fyrir líkama og sál.” Og “Þjálfaðu heilann reglulega og haltu áfram að læra út lífið og stígðu reglulega út fyrir þægindarammann. Það er hollt fyrir bæði líkama og sál.”
Þó fólk á öllum aldri hafi safnað áheitum fyrir samtökin er eitthvað svo sérstaklega viðeigandi að við gerum það. Við sem stundum hreyfingu allt árið og flest stígum rækilega út fyrir þægindarammann með þátttöku í Reykjavíkurmaraþoni. Okkur þætti vænt um að fá stuðning frá ykkur með áheitum
Við hlökkkum til dagsins og að láta gott af okkur leiða.
Göngukveðjur,
Heilsa og Hugur
Alzheimersamtökin
Munum leiðina.... Ætlar þú að hlaupa í Reykjavíkur maraþoninu? Við höfum fengið ómetanlegan styrk í gegnum árin frá hlaupurum á öllum aldri. Þú getur styrkt okkur með þínu hlaupi í ágúst. Munum leiðina...
Hlauparar í hópnum
Nýir styrkir