Hlauparar
Samtals Safnað
takk fyrir stuðninginn!
Hleyp hálfmaraþon á laugardaginn fyrir Bjarkarhlíð, þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis.
Þau sem hafa nýtt sér þjónustu Bjarkarhlíðar bera þeim söguna vel og hún hefur aukið lífsgæði fjölda fólks. Starfsemi Bjarkarhlíðar er því gífurlega mikilvæg, en þar gefst þolendum kostur á að fá stuðning, ráðgjöf og fræðslu á sínum eigin forsendum. Þjónustan er þar að auki kostnaðarlaus sem gerir enn fleirum kleift að leita sér stuðnings sem þau annars hefðu ekki völ á.
Ef þið hafið tök á, endilega leggið þessari frábæru starfsemi lið!
Bjarkarhlíð - miðstöð fyrir þolendur ofbeldis
Bjarkarhlíð er þjónustumiðstöð fyrir fullorðna þolendur ofbeldis af öllum kynjum. Þar gefst einstaklingum kostur á viðtölum og ráðgjöf hjá ráðgjöfum, lögreglu og lögfræðingum þeim að kostnaðarlausu og á þeirra forsendum. Bjarkarhlíð er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins, dómstólaráðuneytis, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Samtaka um kvennaathvarf, Stígamóta, Mannréttindaskrifstofu Íslands og Kvennaráðgjafarinnar. Bjarkarhlíð tók formlega til starfa 1. febrúar 2017
Nýir styrkir