Hlauparar
Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Fyrir 2 árum greindist mamma með MSA (Multiple System Atrophy) einnig stundum kallað Parkinson plús.
Sjúkdómurinn er hrikalega erfiður og minnti hann okkur á það enn og aftur í vikunni. Ég ætla því að hlaupa 10 km fyrir mömmu í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Parkinsonsamtökunum sem eru búin að hjálpa okkur meira en orð fá lýst.
Parkinsonsamtökin
Parkinsonsamtökin og Taktur endurhæfing Parkinsonsamtakanna eru í Lífsgæðasetri St. Jó í Hafnarfirði. Hjá Takti er lögð áhersla á heildræna og samfellda endurhæfingu með sérhæfðri sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, ráðgjöf, fræðslu og námskeiðum fyrir fólk með parkinson og skylda sjúkdóma ásamt stuðningi við aðstandendur. Endurhæfingin miðar að því að auka líkamlega, andlega og félagslega heilsu og auka lífsgæði fólks með parkinson. Allar nánari upplýsingar má finna á www.parkinson.is.
Nýir styrkir