Hlauparar
Erik Christianson Chaillot
Hleypur fyrir Blóð-og krabbameinslækningadeild 11EG og er liðsmaður í KPMG
Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Við Hrafney (eins og hálfs árs) ætlum að hlaupa 10km saman í Reykjavíkurmaraþoninu 24. ágúst næstkomandi til að styrkja blóð- og krabbameinsdeild 11EG Landspítalans. Eins og margir vita greindist Elsa okkar (konan mín og móðir Hrafneyjar) með bráðahvítblæði í október síðastliðnum þegar Hrafney var einungis 8 mánaða gömul og hefur verið í erfiðri meðferð síðan, mestmegnis á deild 11EG Landspítalans en einnig í nokkra mánuði í Svíþjóð. Starfsfólk 11EG er eitthvað mesta samansafn fagfólks og snillinga sem fyrirfinnast og þau hafa verið okkur alveg ótrúleg í þessu ferli. Eins og á svo mörgum stöðum í heilbrigðisgeiranum er aðstaðan og fjármögnun þarna af skornum skammti og langar okkur að gera allt í okkar valdi til að hjálpa með að bæta aðstöðu fyrir starfsfólk sem vinnur magnaða vinnu. Við værum gríðarlega þakklát fyrir öll framlög til þeirra, stór sem smá. Takk fyrir! ❤️
Blóð-og krabbameinslækningadeild 11EG
Sjóður til styktar Blóð-og krabbameinslækningadeildar 11EG Landspítala
Nýir styrkir