Hlauparar
Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Sindri mun hlaupa maraþon ( 42.2 km) í Reykjavíkurmaraþoninu og ætlar að safna 1000 kr. fyrir hvern kílómetra. Hver króna mun renna í Minningarsjóð Hjalta Þórs Ísleifssonar.
Heiður, samstarfskona Sindra, missti son sinn vegna ranghugmynda sem hann barðist við í desember síðastliðinn, hún hefur komið á fót minningarsjóð til minningar um son sinn. Hjalti var ótrúlega efnilegur ungur maður í doktorsnámi í stærðfræði í Zürich. Minningarsjóðurinn er ætlaður til að hvetja efnilega, efnaminni stærðfræðinema og gefa þeim tækifæri til framhaldsnáms í stærðfræði.
Hér má nálgast viðtal við Heiði um tilurð sjóðsins.
https://www.visir.is/.../-hann-var-of-klar-fyrir-lifid-
Ég hvet þig til að heita á Sindra og styrkja þannig minningarsjóð Hjalta
Minningarsjóður Hjalta Þórs Ísleifssonar stærðfræðings
Minningarsjóður Hjalta Þórs Ísleifssonar stærðfræðings var stofnaður af Heiði móður Hjalta Þórs, sl. vetur. En Hjalti Þór lést 15. desember 2023.
Nýir styrkir