Hlauparar
Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Hæhæ🥰👋🏼
Árið 2021 greindist ein uppáhalds manneskjan mín með Parkinson's sjúkdóminn. Þegar pabbi fékk fréttirnar var það mikið áfall fyrir fjölskylduna og við tók mikil óvissa. Læknirinn sem greindi pabba benti honum á að leita til Parkinson's samtakanna og gerði hann það. Parkinson’s samtökin og Taktur gripu pabba og okkur fjölskylduna og sýndu okkur einstaka hlýju, frábært viðmót og stuðning.
Í Takti fær pabbi ótrúlegan stuðning frá bæði öðrum félagsmönnum sem og öllu því frábæra starfsfólki sem þar vinnur. Þar hefur hann aðgang að sjúkraþjálfun, líkamsrækt, raddþjálfun og ýmsu öðru mikilvægu hópastarfi. Ég veit ekki hvar við værum í dag ef pabbi hefði ekki aðgang að þessu frábæra starfi sem á sér þar stað.
Því langar mig að safna áheitum fyrir Parkinson's samtökin og Takt til að þakka kærlega fyrir allt sem þau hafa gert fyrir okkur fjölskylduna💙
Parkinsonsamtökin
Parkinsonsamtökin og Taktur endurhæfing Parkinsonsamtakanna eru í Lífsgæðasetri St. Jó í Hafnarfirði. Hjá Takti er lögð áhersla á heildræna og samfellda endurhæfingu með sérhæfðri sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, ráðgjöf, fræðslu og námskeiðum fyrir fólk með parkinson og skylda sjúkdóma ásamt stuðningi við aðstandendur. Endurhæfingin miðar að því að auka líkamlega, andlega og félagslega heilsu og auka lífsgæði fólks með parkinson. Allar nánari upplýsingar má finna á www.parkinson.is.
Nýir styrkir