Hlauparar
Sigrún Kvaran
Hleypur fyrir Ljósið - Endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og er liðsmaður í Ljóskurnar
Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Ég greindist með brjóstakrabbamein sumarið 2023 og Ljósið greip mig þegar mér leið sem verst. Ljósið er einstakur staður sem mætir manni þar sem maður er hverju sinni sem er svo dýrmætt í þessu ferli.
Nú ætla ég að skakklappast með hlaupahópnum Ljóskunum og vonast til að safna smá aur í leiðinni. Ég hleyp fyrir mömmu mína, fyrir Guðrúnu frænku, fyrir afa Kristján hans Heimis og ég hleyp fyrir alla sem hafa notið stuðnings Ljósins á undan mér og fyrir þá sem því miður þurfa á stuðningum að halda á eftir mér.
Takk kærlega fyrir stuðninginn ♥️
Ljósið - Endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda
Ljósið er sjálfstætt starfandi endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda. Hjá okkur starfar þverfaglegur hópur fagaðila að andlegri, líkamlegri og félagslegri endurhæfingu þeirra sem greinast með krabbamein allt frá 16 ára aldri. Einnig veitum við þeim sem greinast og aðstandendum allt niður í 6 ára aldur fræðslu og stuðning.
Nýir styrkir