Hlauparar
Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Árið 2004 var lífi okkar Daða umturnað, Á einni nótt var maðurinn minn greindur með nýrnabilun og þurfti hann að fá nýtt nýra. Við tók ár í nýrnavél 3.sinnum í viku sem er frekar krefjandi þegar maður á ekki heima í Reykjavík. Árið 2005 fékk Daði nýtt nýra frá bróðir sínum og eru komin 19.ár síðan. í dag erum við 5.manna fjölskylda og döfnum vel. Mig langar að hlaupa 10km til styrktar nýrnafélaginu því við vitum að félög þurfa á pening að halda til að geta aðstoðað fjölskyldur þegar mest á reynir.
Nýrnafélagið
Markmið Nýrnafélagsins er að styðja alla nýrnasjúka og aðstandendur þeirra og einnig að stuðla að forvörnum til að hægja á nýrnabilun. Nýrnafélagið vinnur að því að allir nýrnaveikir fái bestu meðferð sem er í boði hverju sinni. Hjá félaginu fást upplýsingar um sjúkdóma í nýrum og meðferð við þeim. Fréttabréf er gefið út og haldnir eru fræðslu- og skemmtifundir. Tengslahópur nýrnasjúkra og aðstandenda þeirra veitir þeim sem veikjast stuðning. Einnig er starfræktur hópur foreldra nýrnasjúkra barna í tengslum við Umhyggju. Félagið býður upp á tíma hjá fjölskyldufræðingi og hjá næringarfræðingi gjaldfrjálst til allra sinna félaga.
Nýir styrkir