Hlauparar
Samtals Safnað
takk fyrir stuðninginn!
Ég ætla að hlaupa 10k til styrktar Gleðistjörnunni. Gleðistjarnan er góðgerðarfélag sem stofnað var til minningar um Þuríði systir mína sem lést þann 20. mars 2023 eftir 18 ára baráttu við erfið veikindi.
Tilgangur Gleðistjörnunnar er að halda uppi minningu Þuríðar með því að gleðja systkini langveikra barna með gleðigjöfum og viðburðum. Eitthvað sem við systkini Þuríðar vitum hvað skiptir ótrúlega miklu máli.
Gleðistjarnan
Gleðistjarnan er góðgerðarfélag sem stofnað hefur verið til minningar um Þuríði Örnu Óskarsdóttur sem lést þann 20. mars 2023. Tilgangur félagsins er að halda uppi minningu Þuríðar með því að gleðja systkini langveikra barna með gleðigjöfum og viðburðum. Félagið aflar fjár til starfsemi sinnar með styrkjum frá fyrirtækjum, félagasamtökum og einstaklingum og með viðburðahaldi.
Nýir styrkir