Hlauparar
Rebekka Ýr Guðbjörnsdóttir
Hleypur fyrir Ljósið - Endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og er liðsmaður í Ljóskurnar
Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Fyrir ári síðan greindist ég með krabbamein í meltingarvegi og Ljósið hefur verið ómetanlegur stuðningur síðan! Bæði í gegnum greininguna og endurhæfingaferlið. Þannig ég ákvað að hlaupa 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu með vinkonum mínum úr Ljósinu(Ljóskunum) fyrir Ljósið til að styðja við starfsemi þeirra. Ég á Ljósinu og vinkonum mínum þaðan svo mikið að þakka, hvet ykkur til að heita á mig 😎✨✨
Ljósið - Endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda
Ljósið er sjálfstætt starfandi endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda. Hjá okkur starfar þverfaglegur hópur fagaðila að andlegri, líkamlegri og félagslegri endurhæfingu þeirra sem greinast með krabbamein allt frá 16 ára aldri. Einnig veitum við þeim sem greinast og aðstandendum allt niður í 6 ára aldur fræðslu og stuðning.
Nýir styrkir