Hlaupastyrkur

Hlaupahópar

Að vera hluti af hlaupahóp er frábær leið til að safna áheitum sem ein heild, hvort sem það eru vinnufélagarnir, fjölskyldan og/eða vinahópurinn.

Hópurinn velur sér eitt málefni sem fær öll áheit sem berast beint á hópinn. Einstaklingarnir í hópnum geta síðan valið hvort þeir hlaupi persónulega fyrir þetta sama góðgerðarfélag eða eitthvað annað.

Til þess að stofna hlaupahópinn þarf einn úr hópnum að skrá sig inná mínar síður og búa þar til hóp og bjóða síðan í hann. Hlaupari sem vill tilheyra hópnum og hefur verið bætt við af hópstjóra þarf svo að fara inn á mínar síður til að samþykkja skráninguna. Hópmeðlimir geta síðan bætt við öllum sínum miðum/skráningum í hópinn. Til að hópurinn birtist hér á vefnum þarf sá sem stofnaði hópinn að setja inn mynd af hópnum eða lógó og stuttan texta um hópinn.

Styrktaraðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • Suzuki
  • ÍTR
  • 66 Norður
  • Gatorade