Góðgerðarmál
Björgunarsveitin Kyndill
Samtals Safnað
Fjöldi áheita
Björgunarsveitin Kyndill hefur starfað síðan árið 1960 við leit og björgun ásamt forvarnarstarfi. Sveitin sinnir einnig óveðursaðstoð, verðmætabjörgun og ýmsum verkefnum sem til falla samfélaginu öllu til heilla. Allt starf sveitarinnar er að sjálfsögðu unnið í sjálfboðavinnu en öll innkoma er nýtt til reksturs þeirra tækja sem til eru, viðhald húsnæðis og til að kaupa hverskyns björgunarbúnað. Núna er verið að festa kaup á vönduðu húsi á pallinn á Fordinum okkar sem er gríðarlega öflugur fjallajeppi. Í þessu húsi verður hægt að flytja fólk á grjónadýnu eða sjúkrabörum og er það metnaður meðlima að búa það sem best til að hugsa um slasaða einstaklinga og geta komið þeim til byggða með öruggum hætti með sem minnstum óþægindum. Þá er fyrirhuguð endurnýjun á GPS tækjum sveitarinnar svo eitthvað sé nefnt. Að halda úti öflugu björgunarstarfi og passa að öll tæki séu í lagi þegar á þarf að halda er vissulega áskorun en vel launuð þegar upp er staðið. Að koma slösuðum einstakling ofan af hálendinu eða jöklum landsins í hendurnar á sjúkraflutningafólki í ekki verra ástandi heldur en þegar við komum að er það sem við meðlimir brennum fyrir. Þegar þetta tekst erum við meðlimir Kyndils þiggjendur. Og við erum alla daga ársins tilbúin að taka við slíkum gjöfum.
Björn Helgi Snorrason
Formaður Kyndils
Einstaklingar sem safna fyrir félagið
Nýir styrkir