Hlaupastyrkur

Góðgerðafélögin

Málefnin sem hægt er að hlaupa fyrir í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka eru fjölmörg. Finnir þú ekki félagið sem stendur þér næst getur þú bent því á að skrá sig til þátttöku með því að senda póst á [email protected]. Góðgerðarfélög hafa til 1. ágúst til að sækja um þátttöku. Til að skrá sig inná síðu góðgerðarfélagsins sem þú ert í forsvari fyrir ferðu inná corsa! Hér eru leiðbeiningar fyrir þau góðgerðarfélög sem lenda í vandræðum.

    ABC Barnahjálp

    ABC Barnahjálp

    ABC barnahjálp er íslenskt hjálparstarf, stofnað árið 1988. Tugþúsundir barna hafa notið góðs af gjafmildi Íslendinga og komist til mennta á þessum 35 árum sem ABC barnahjálp hefur starfað. ABC barnahjálp starfar nú í 6 löndum Asíu og Afríku og styrkir þúsundir barna til náms og búa mörg þeirra á heimavistum. ABC skólarnir veita nemendum frá 3ja ára aldri ókeypis menntun, skólagögn, skólabúning, læknishjálp og mat. Við hjá ABC erum óendanlega þakklát stuðningnum í gegnum 35 ár og þökkum það traust sem okkur hefur verið sýnt. Innilegar þakkir til allra sem vilja styðja við starfið í gegnum Reykjavíkurmaraþonið. Mennt er máttur, enginn annar þáttur er jafn áhrifaríkur í baráttunni gegn fátækt.
    Nánar
    ADHD samtökin

    ADHD samtökin

    Í meira en 35 ár hafa ADHD samtökin unnið markvisst að því að einstaklingar með ADHD og skyldar raskanir og fjölskyldur þeirra, mæti skilningi í samfélaginu, fái stuðning, styrk og þjónustu sem stuðlar að félagslegri aðlögun, auknum möguleikum í námi, leik og starfi og almennt bættum lífsgæðum.
    Nánar
    Æfingastöðin

    Æfingastöðin

    Æfingastöðin er miðstöð þjónustu og þekkingar í hæfingu og endurhæfingu fyrir börn og ungmenni. Á Æfingastöðinni starfa sjúkra- og iðjuþjálfar með víðtæka reynslu af þjálfun barna og ungmenna. Veitt er ráðgjöf og þjálfun með það að markmiði að efla þátttöku í daglegu lífi og auka þannig lífsgæði barnsins og fjölskyldunnar. Í náinni samvinnu við fjölskyldu barnsins eru sett einstaklingsmiðuð markmið sem taka mið af aðstæðum, áhuga og framtíðarsýn einstaklingsins og fjölskyldunnar.
    Nánar
    Áfram besta kona, félagasamtök

    Áfram besta kona, félagasamtök

    Áfram besta kona er styrktarsjóður fyrir kæra vinkonu, systur, dóttur, móður og frænku; Hjördísi Árnadóttur. Styrktarsjóðnum er ætlað að styrkja Hjördísi til að kaupa lífsnauðsynleg hjálpar- og farartæki sem gera henni kleift að taka fullan þátt í lífi og samfélagi.
    Nánar
    Afstaða til ábyrgðar

    Afstaða til ábyrgðar

    Afstaða er félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og endurhæfingu.
    Nánar
    AHC samtökin

    AHC samtökin

    AHC samtökin voru stofnuð árið 2009 í þeim tilgangi að finna lækningu við Alternating Hemiplegia of Childhood
    Nánar
    Alzheimersamtökin

    Alzheimersamtökin

    Munum leiðina.... Ætlar þú að hlaupa í Reykjavíkur maraþoninu? Við höfum fengið ómetanlegan styrk í gegnum árin frá hlaupurum á öllum aldri. Þú getur styrkt okkur með þínu hlaupi í ágúst. Munum leiðina...
    Nánar
    Andartak — Cystic Fibrosis samtökin á Íslandi

    Andartak — Cystic Fibrosis samtökin á Íslandi

    Andartak er styrktarfélag fyrir einstaklinga á Íslandi sem eru með slímseigjusjúkdóm. Slímseigjusjúkdómur (Cystic Fibrosis) er arfgengur víkjandi sjúkdómur sem veldur galla í CFTR geni. Þessi galli hefur áhrif á slímhúð í ýmsum líffærum en allt slím sem líkaminn framleiðir verður of þykkt og seigt sem veldur því að bakteríur eiga auðveldara með að setjast í slímið og valda sýkingum.
    Nánar
    Astma- og ofnæmisfélag Íslands

    Astma- og ofnæmisfélag Íslands

    Astma- og ofnæmisfélag Íslands var stofnað árið 1974 til að berjast fyrir hagsmunum þeirra sem eru með astma og ofnæmi. Einnig vinnur félagið að málefnum er snúa að loftgæðum, innan og utanhúss. Félagið talar máli sjúklinga með astma og ofnæmi við yfirvöld heilbrigðismála, kennslumála og við aðra áhrifahópa í þjóðfélaginu. Félagið heldur úti fræðslu og upplýsingaflæði og er félagsmönnum innan handar er snýr að persónulegri ráðgjöf.
    Nánar
    Ástusjóður

    Ástusjóður

    Félagið er stofnað til minningar um Ástu Stefánsdóttur lögfræðing. Markmið og tilgangur félagsins er að styrkja þau viðfangsefni sem henni voru hugleikin, þá sérstaklega mannréttindi, refsirétt, réttarfar og umhverfisrétt, sem og Slysavarnarfélagið Landsbjörg og björgunarsveitir vítt og breitt um landið.
    Nánar
    Átröskunarteymi Landspítalans

    Átröskunarteymi Landspítalans

    Átröskunarteymi Landspítala er þverfaglegt teymi sem sinnir greiningu og meðferð við átröskunum og öðrum meðkvillum fyrir 18 ára og eldri.
    Nánar
    Augnlækningasjóður Landspítalans

    Augnlækningasjóður Landspítalans

    Sjóður til styrktar endurmenntunar og vísindastörf í augnlækningum
    Nánar
    Barnaspítalasjóður Hringsins, Vökudeild, Hringurinn

    Barnaspítalasjóður Hringsins, Vökudeild, Hringurinn

    Hringurinn er kvenfélag, stofnað 1904. Félagið hefur að markmiði að vinna að líknar- og mannúðarmálum, sérstaklega í þágu barna.
    Nánar
    Bati Góðgerðarfélag

    Bati Góðgerðarfélag

    Batahús er áfanga og stuðningsúrræði fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í þjóðfélaginu eftir fangelsvist
    Nánar
    Bergid headspace

    Bergid headspace

    Bergið headspace er ráðgjafa og stuðningsþjónusta fyrir ungt fólk á Íslandi 12-25 ára. Bergið er staðsett á Suðurgötu 10 í Reykjavík. Bergið býður einnig upp á fjarþjónustu. Þjónusta Bergsins er ókeypis fyrir ungmenni og án takmarkana, það er ungmenna geta komið og fengið ráðgjöf og stuðning um hvað það er sem þau vilja ræða um.
    Nánar
    Birta - Landssamtök

    Birta - Landssamtök

    Birta Landssamtök eru samtök foreldra og forráðamanna sem misst hafa barn skyndilega. Félagið skilgreinir ekki aldur barna þar sem að börnin okkar eru alltaf börnin okkar. Félagið heldur úti opnum húsum einu sinni í mánuði yfir vetrartímann. Félagið stendur fyrir fræðslu/fyrirlestrum, leiðisskreytingardegi í desember auk þess að veita foreldrum styrki til m.a. hvíldardvalar, sálfræði- og lögfræðistyrk og útfararstyrk.
    Nánar
    Bjarkarhlíð - miðstöð fyrir þolendur ofbeldis

    Bjarkarhlíð - miðstöð fyrir þolendur ofbeldis

    Bjarkarhlíð er þjónustumiðstöð fyrir fullorðna þolendur ofbeldis af öllum kynjum. Þar gefst einstaklingum kostur á viðtölum og ráðgjöf hjá ráðgjöfum, lögreglu og lögfræðingum þeim að kostnaðarlausu og á þeirra forsendum. Bjarkarhlíð er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins, dómstólaráðuneytis, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Samtaka um kvennaathvarf, Stígamóta, Mannréttindaskrifstofu Íslands og Kvennaráðgjafarinnar. Bjarkarhlíð tók formlega til starfa 1. febrúar 2017
    Nánar
    Bjarmahlíð, þolendamiðstöð fyrir þolendur ofbeldis.

    Bjarmahlíð, þolendamiðstöð fyrir þolendur ofbeldis.

    Bjarmahlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis og býður upp á ráðgjöf og upplýsingar fyrir einstaklinga frá 16 ára aldri sem hafa verið beittir ofbeldi. Hjá Bjarmahlíð er unnið með þolendum ofbeldis á þeirra forsendum. Öll þjónusta og ráðgjöf er undir sama þaki með það að markmiði að auðvelda þolendum að leita sér aðstoðar. Bjarmahlíð leggur áherslu á þverfaglega samvinnu mismunandi stofnanna og samtaka sem koma að vinnu á staðnum. Brotaþola er mætt í hlýlegu og öruggu umhverfi, á þeirra forsendum og einstaklingum að kostnaðarlausu. Einstaklingsviðtöl og ráðgjöf er i boði svo og tenging við aðra þjónustu sem er til staðar, þ.m.t velferðarþjónustu sveitafélaganna og heilsugæslu. Markmiðið Bjarmahlíðar er að efla fræðslu og umfjöllun um eðli og afleiðingar ofbeldis, ásamt því gefa skýr skilaboð um að ofbeldi verði ekki liðið.
    Nánar
    Björgunarsveit Hafnarfjarðar

    Björgunarsveit Hafnarfjarðar

    Björgunarsveit Hafnarfjarðar starfar innan Slysavarnafélagsins Landsbjargar og er ein af stofneiningum félagsins. ​Kallmerki sveitarinnar er SPORI. ​Sveitin starfar á flestum vettvöngum björgunarstarfs og býr sig þannig undir það að geta brugðist við hvers konar vá, hvort sem er á landi eða sjó. Starfsemina má deila niður í þrjá megin flokka: land-, sjó- og tækjaflokk. Hver starfar á sínu sviði og heldur utan um eigin dagskrá. Félagar sveitarinnar leggja mikið á sig til þess að halda sér, jafnt sem tækjum og búnaði í sem allra besta ástandi svo hægt sé að bregðast skjótt við þegar þörf skapast.
    Nánar
    Björgunarsveitin Kyndill

    Björgunarsveitin Kyndill

    Leit og björgun í Skaftárhreppi.
    Nánar

Styrktaraðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • Suzuki
  • ÍTR
  • 66 Norður
  • Gatorade