Góðgerðarmál

Líknar – og hjálparsjóður lögreglumanna
Samtals Safnað
Fjöldi áheita
Líknar- og hjálparsjóður lögreglumanna hefur verið starfandi frá árinu 1997. Í upphafi voru hönnuð falleg minningarkort sem lögreglumenn og ýmsir aðrir hafa kosið að senda ástvinum á sorgarstundu og látið um leið Líknar- og hjálparsjóð njóta smá fjárframlags.
Skrifstofa LL sér um að skrá nöfn látinna og minningargjafir í þar til gerða bók og senda síðan minningarkortin til aðstandenda.
Fjáröflunarleiðir Líknar og hjálparsjóðs hafa frá upphafi verið með þeim hætti að sjóðurinn nýtur árlega ákveðins framlags frá félagssjóði LL en síðan hefur sjóðurinn verið með sölu merkja. Um árabil hafa verið framleidd búningamerki þ.e. lögreglumenn í lögreglubúningum sem með sanni má segja hefur mælst nokkuð vel fyrir þar sem allar tegundirnar eru uppseldar nema síðasta merkið sem var gefið út í tilefni 200 ára afmælis lögreglunnar og er ennþá hægt að fá þau. Félagssjóður LL keypti nokkurt magn af bindisnælum og ermahnöppum með afmælismerkinu, béfapressum og afmælispeningum sem voru framleidd fyrir afmælisárið. Allar tekjur sem af sölu þessara muna renna beint til Líknar- og hjálparsjóðs. Askjan með afmælispeningunum er seld á kr. 1.500, bindisnælan og ermahnapparnir kr. 1.000 og bréfapressan kr. 500.
Einstaklingar sem safna fyrir félagið
Nýir styrkir