Team
Í Minningu Fidels - For Fidel For Love For Life
Supporting UNICEF Iceland
Total collected
Goal
thank you for your support!
Við vinnufélagar og vinir Fidels viljum minnast hans með því að hlaupa. Hann var sprækur hlaupari og hljóp af mikilli gleði. Við misstum hann allt of fljótt frá okkur en hann lést eftir alvarlegt slys þar sem hann var einmitt út að hlaupa. Við viljum í leiðinni safna áheitum til styrktar Unicef á Íslandi.
We, Fidel's co-workers and friends, want to remember him by running. He was a lively runner and ran with great joy. We lost him far too quickly, but he died after a serious accident where he was just out running. Along the way, we want to collect donations to support UNICEF in Iceland.
UNICEF Iceland
Í ár renna áheit þeirra sem hlaupa fyrir UNICEF á Íslandi til neyðarsöfnunar UNICEF fyrir börn vegna átakanna á Gaza. Yfir 30 þúsund manns hafa verið drepin á Gaza, þar af eru um 70% börn og konur. 3,1 milljón manns eru í neyð á landsvísu. Þrátt fyrir hættulegar aðstæður heldur UNICEF áfram að afhenda lífsnauðsynlegar vistir eins og lyf, næringarvörur og hreint vatn. Birgðir og lífskjör fara hratt minnkandi á Gaza og því þarf UNICEF á framlögum þínum að halda til að ná til fleiri barna og fjölskyldna. UNICEF stendur með réttindum barna, fyrir ÖLL börn. Það eru þau sem verða verst úti í öllum stríðsátökum og fyrir þau starfar UNICEF. UNICEF hefur sent frá sér velferðarviðvörun vegna ástandsins og UNICEF á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun. Það er engin ástæða til að barn þjáist vegna alvarlegrar rýrnunar. Ekki þegar við höfum lausnir til að takast á og koma í veg fyrir það. Tíminn er að renna út til að virkja samtakamátt alþjóðasamfélagsins til að koma í veg fyrir, greina og meðhöndla vannæringu áður en ástandið verður enn verra en það er.
Jón Ágúst Gunnlaugsson
Zulema Sullca Porta
irena Cacicedo Jaroszynska
New pledges