Team
Hlaupahópur Ingva og Viggós
Supporting Afstaða til ábyrgðar
Total collected
Goal
thank you for your support!
Við í hlaupahóp Ingva og Viggós ætlum að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í minningu þeirra bræðra og í leiðinni styrkja Afstöðu.
Ingvi Hrafn og Viggó Emil voru báðir á einhverjum tímapunkti í lífi sínu í afplánun og reyndist Afstaða þeim mjög vel. Með því að hlaupa til styrktar Afstöðu þá viljum við sýna félaginu í verki þakklæti og stuðning og vonandi safna smá pening til að létta undir með félaginu.
Viggó Emil lést á Spáni 5. maí 2018 og féll Ingvi Hrafn fyrir eigin hendi í klefa sínum á Litla Hrauni á dánardegi bróður síns þann 5. maí 2024. Það er okkur hjartans mál að sagan endurtaki sig ekki og að fangar fái góða heilbrigðis- og geðheilbrigðisþjónustu á meðan á afplánun stendur.
Markmið Afstöðu er fyrst og fremst að vinna að tækifæri fyrir fanga til ábyrgðar, endurreisnar og að búa þeim skilyrði til farsællar endurkomu út í samfélag manna.
Afstaða til ábyrgðar
Afstaða er félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og endurhæfingu.
Runners
Sæunn Viggósdóttir
Jón Orri Kristinsson
Guðlaug Þórdís Guðjónsdóttir
New pledges