Team
Hálfdan, Sandra og Kristinn Mikael
Supporting Forget-me-not Charity
Total collected
Goal
thank you for your support!
Við ætlum að hlaupa til styrktar Gleym mér ei. Gleym mér ei er styrktarfélag til stuðnings við þá sem að missa á meðgöngu og í/eftir fæðingu. Gleym mér ei gefur foreldrum sem missa börn á meðgöngu minningarkassa til þess að taka með sér heim. Sá tími sem fjölskylda fær með barninu sínu er dýrmætur og mikilvægt að skapa eins margar minningar og hægt er. Þessar minningar er hægt að varðveita um ókomin ár til minningar um það litla líf sem aldrei varð.
Við ætlum að hlaupa til að heiðra minningu fallega engilsins okkar, Gabríel Mána sem fæddist andvana þann 3. mars 2022. Gleym mér ei á stóran þátt í upplifun okkar og að safna minningum með Mánagullinu okkar og eigum við þeim mikið að þakka.
Forget-me-not Charity
Gleym mér ei styrktarfélag er félag foreldra sem missa á meðgöngu og í/eftir fæðingu.
Runners
Sandra Ósk Valdemarsdóttir
Hálfdan Helgason
New pledges