Runners
Stefanía Stefánsdóttir og Unnur Guðmundsdóttir
Supporting Forget-me-not Charity and is a member of Hlaupahópur Ylfu Dísar
Total collected
Goal
thank you for your support!
Við mæðgur ætlum að hlaupa 10km til minningar um elsku Ylfu Dís litlu frænku, sem og aðra litla engla sem lifa í hjörtum okkar. Gleym-mér-ei er til staðar fyrir þau sem missa á meðgöngu og í eða eftir fæðingu. Tilgangur félagsins er að styrkja málefni tengt missi barna svo að lítil ljós fái að lifa áfram í minningunni. Þökk sé félaginu og kælivöggu gat fjölskylda Ylfu Dísar átt með henni fallegar og dýrmætar stundir. Kælivaggan var gjöf frá Gleym-mér-ei til LSH sem hefur gefið ótal fjölskyldum ómetanlegar stundir með börnunum sínum. Gleym-mér-ei heldur úti ómetanlegri starfsemi sem reiðir sig að miklu leyti á framlög almennings og því skiptir hver króna máli. Við viljum því hvetja vini og ættingja að leggja söfnuninni lið og heiðra með því minningu Ylfu Dísar.
Forget-me-not Charity
Gleym mér ei styrktarfélag er félag foreldra sem missa á meðgöngu og í/eftir fæðingu.
New pledges