Runners
Total collected
Goal
thank you for your support!
Vökudeildin tók við dóttur okkar, Indíönu Ósk sem fæddist eftir tæplega 25 vikna meðgöngu en síðustu 5 vikurnar var Indíana án legvatns. Lungun hennar voru mjög veik en hún sjálf ótrúlega kraftmikil og ákveðin lítil kona. Við eyddum tæpum 7 mánuðum með henni á Vökudeildinni þar sem við upplifðum svakalegasta rússíbana lífs okkar. Á tímabili leit út fyrir að hlutirnir væru að ganga upp og hún kæmist heim með okkur en tíminn leiddi það í ljós að hlutirnir voru ekki að ganga upp, lungun hennar voru einfaldlega of veik.
Allan þennan tíma var okkar nánasta fjölskylda og vinir hinu megin á landinu og við höfðum í raun fáa nákomna að fyrir sunnan. Starfsfólkið hélt þó ótrúlega vel utan um okkur og sýndi okkur svo mikinn kærleika og umhyggju. Þau héldu utan um okkur á okkar erfiðustu tímum og voru alltaf til staðar. Þau eru í raun eina fólkið sem kynntist Indíönu almennilega og við fundum á hverjum degi hversu ótrúlega vænt þeim fannst um hana.
Indíana náði að snerta hjörtu svo margra á sinni stuttu ævi með persónuleika sínum og þrautseigju. Vökudeildin gaf okkur mjög dýrmætan tíma og tækifæri til að kynnast elsku dóttur okkar.
Barnaspítalasjóður Hringsins, Vökudeild, Hringurinn
Hringurinn er kvenfélag, stofnað 1904. Félagið hefur að markmiði að vinna að líknar- og mannúðarmálum, sérstaklega í þágu barna.
New pledges