Runners
Total collected
Goal
thank you for your support!
Í janúar síðastliðnum fæddist lítil dama sem er mér einstaklega kær. Hún þurfti að dveljast á vökudeild LSH fyrstu mánuði lífs síns. Þar fékk hún ómetanlega umönnun og foreldrar hennar stuðning á erfiðum tímum. Mig langar þess vegna að hlaupa til góðs í fyrsta sinn, til stuðnings Vökudeildinni.
Í ár safnar Barnaspítalasjóður Hringsins fyrir 12 sérútbúnum vöggum fyrir fyrirbura, tíu vöggum fyrir einbura og tveim fyrir tvíbura. Það eru komin 14 ár síðan vöggurnar voru endurnýjaðar á Vökudeildinni. Ég óska eftir ykkar stuðningi kæru vinir til að styrkja þetta mikilvæga málefni í nafni Gunnar Völu vinkonu minnar <3
Barnaspítalasjóður Hringsins, Vökudeild, Hringurinn
Hringurinn er kvenfélag, stofnað 1904. Félagið hefur að markmiði að vinna að líknar- og mannúðarmálum, sérstaklega í þágu barna.
New pledges