Half Marathon

Kristín Hulda Gísladóttir

Supporting Ljósið - Cancer Rehabilitation Center

Total collected

66,510 kr.
100%

Goal

50,000 kr.
Donations are now closed,
thank you for your support!

Ég hleyp hálfmaraþon fyrir vinnustaðinn minn: Ljósið, enda gífurlega meðvituð um mikilvægi starfseminnar sem þar fer fram!! Í Ljósinu fær fólk með krabbamein sérsniðna og endurgjaldslausa endurhæfingu- og stuðning; þjónusta sem er einstök á heimsvísu. Þjónustuþegar hitta iðjuþjálfa, sjúkraþjálfara, íþróttafræðinga, markþjálfa og jafnvel sálfræðinga (mig), eftir þörfum hvers og eins. Að auki byggir mikið af starfinu á jafningjastuðningi og er mikil áhersla lögð á að skapa vettvang fyrir einstaklinga með krabbamein til að kynnast öðrum í svipaðri stöðu.

Ég fékk leyfi til að láta öll áheiti sem safnast í mínu nafni renna í ákveðna starfsemi í Ljósinu: jafningjastuðning fyrir 25 ára og yngri. Við og íslensk félög sem styðja við krabbameinsgreinda skilgreinum ungt fólk vanalega sem einstaklinga undir 40 ára. Sem betur fer er ekki algengt að fólk í kringum tvítugt greinist með krabbamein en þegar það gerist er óheppilegt ef eini jafningjastuðningurinn sem þeim býðst er mestmegnis skipaður fólki á allt öðru æviskeiði. Síðan í vor hefur Ljósið því skipulagt hóphittinga fyrir þjónustuþega undir 25 ára til að þau fái jafningjastuðninginn sem við vitum að skiptir sköpum fyrir andlega líðan og félagslegan stuðning í þessu ferli.

Við erum að skipuleggja haustið með hópnum um þessar mundir og allt fjármagn sem safnast af mínum áheitum mun nýtast vel til að styðja við þennan hóp og bjóða þeim upp á skemmtilegri hittinga og hópefli!

Ljósið - Cancer Rehabilitation Center

Ljósið er sjálfstætt starfandi endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda. Hjá okkur starfar þverfaglegur hópur fagaðila að andlegri, líkamlegri og félagslegri endurhæfingu þeirra sem greinast með krabbamein allt frá 16 ára aldri. Einnig veitum við þeim sem greinast og aðstandendum allt niður í 6 ára aldur fræðslu og stuðning.

New pledges

Pledge history

Mamma
Amount20,000 kr.
Gangi þér vel!🥰
Kappi
Amount10,000 kr.
nýtt pr takk
Erna Magnúsdóttir
Amount10,000 kr.
Áfram elsku Kristín Hulda
Sissa
Amount1,000 kr.
Áfram þú 🥳
Katrín Björk
Amount3,500 kr.
duglegust!! Og svo flott framtak!!
Ragna
Amount5,000 kr.
Áfram Kristín og áfram Ljósið!
Alexander Berg
Amount2,000 kr.
You go girl
Unnar Karl
Amount5,000 kr.
Gangi þér vel💪
Sóley Reynis
Amount2,000 kr.
Hlauptu swifta hlauptu!!
Ollý
Amount5,000 kr.
Áfram Kristín Hulda👊
Sara Valgeirsdóttir
Amount2,000 kr.
Geggjuð!
Brynjar
Amount1,010 kr.
No message

Styrktaraðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • Suzuki
  • 66 Norður
  • Gatorade