10 K

Guðný Jónsdóttir

Supporting Endo Iceland

Total collected

29,000 kr.
58%

Goal

50,000 kr.
Donations are now closed,
thank you for your support!

Áætlað er að um 200 milljónir kvenna alls staðar að úr heiminum séu með endómetríósu, meðalgreiningartími margra þeirra er áratugur. Alltof margar þjást í hverjum mánuði og fá jafnvel lítinn sem engan stuðning eða þjónustu frá heilbrigðiskerfinu og þurfa að reiða sig á sterk verkjalyf. Greiningartími og bið eftir aðgerð verður að styttast, sjúkratryggingar verða að niðurgreiða aðgerðir og það þarf sérfræðinga í faginu til fræða lækna hér á landi.


Þetta stendur mér nær því ég er með Adenomyosis sem er birtingamynd af endómetríósu þar sem endófrumurnar eru staðsettar inn í legvöðvanum sem veldur því að legvöðvinn þykkist. Verkir og einkenni eru fjölbreytt og greiningartími minn voru 7 ár. Eftir legnám 2022 öðlaðist ég nýtt líf. 


Ég ætla mér að hlaupa 10KM til styrktar Endósamtakanna sem veita stuðning, uppfræða samfélagið um sjúkdóminn endómetríósu og stuðla að auknum skilningi og bættri heilbrigðisþjónustu fyrir það fólk sem við hann glímir.


https://endo.is/endometriosa/adenomyosis/

https://endo.is/endometriosa/hvad-er-endometriosa/

Endo Iceland

Um 10% fólks sem fæðist með leg er með endómetríósu eða um 176 milljónir í heiminum. Endómetríósa er ekki bara slæmir túrverkir. Sjúkdómnum geta fylgt miklar kvalir og ýmsir erfiðir fylgikvillar, þar á meðal meltingarvandræði og ófrjósemi. Meðalgreiningartími er 7-8 ár. Stuðningur og fræðsla er meginverkefni Samtaka um endómetríósu. Samtökin vinna ötullega að því að fræða almenning og heilbrigðisstarfsfólk um sjúkdóminn. Margt fólk með endómetríósu finnur fyrir vantrú annarra og þarf enn þann dag í dag að berjast fyrir viðurkenningu á líðan sinni og einkennum.

New pledges

Pledge history

Jón Magnús Arnarsson
Amount3,000 kr.
Hlauptu til enda fyrir endó! 👏🏻🏃‍♀️‍➡️
Lilja Kristín
Amount2,000 kr.
🥳🥳
ELKO
Amount20,000 kr.
Það sem skiptir þig máli, skiptir okkur máli!
Tómas Pálmi Friðriksson
Amount2,000 kr.
Áfram Guðný
Amount2,000 kr.
No message

Styrktaraðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • Suzuki
  • 66 Norður
  • Gatorade