10 K

Hugrún Haraldsdóttir

Supporting SAA - National Center of Addiction Medicine

Total collected

119,000 kr.
100%

Goal

110,000 kr.
Donations are now closed,
thank you for your support!

Í ár hef ég ákveðið að taka þátt í mínu fyrsta maraþoni og hleyp 10 km í Reykjavíkur maraþoninu. Í ágúst á þessu ári vill svo til að það eru 5 ár liðin frá því að pabbi kvaddi. Þeir sem hann þekktu vita að hann var manna ljúfastur og vildi öllum hjálpa. Hann kunni þó ekki að hjálpa sjálfum sér. Hann vann of mikið, var með háþrýsting sem hann tók stundum lyf við og drakk áfengi á hverju kvöldi. Við systkinin ræddum oft okkar á milli og höfðum áhyggjur af því að hans líferni myndi skila honum í gröfina, sem svo gerðist árið 2019 þegar pabbi var bráðkvaddur langt fyrir aldur fram.  


Bakkus hefur snert þó nokkra vini og fjölskyldumeðlimi og hef ég því valið að hlaupa fyrir SÁÁ - samtök sem margir einstaklingar og fjölskyldur þurfa á að halda♥️



Dagbókarskrif:

19 ágúst 2019

Ég var á skyndihjálpar námskeiði hjá Rauðakrossinum og var ekki með símann uppi, þegar að ég labba heim eftir námskeiðið kíki ég á símann og sé ósvarað símtal frá Alla frænda, ég fékk strax ónotatilfinningu í magann, ég ákvað að fresta því að hringja þar til ég væri komin heim. Þegar heim var komið hringdi síminn aftur, Alli hljómaði dapur og áhyggjufullur þegar að hann reyndi að koma fréttunum frá sér. Hann hafði verið að skutlast um bæinn þegar að hann kom að umferðarteppu við hringtorg, þegar að hann komst nær sá hann að þetta var bíllinn hans pabba og það væri augljóslega ekki allt í lagi, pabbi gat varla tjáð sig eða skilið það sem sagt var við hann.. það eina sem hann gat var að stöðva bílinn. Ljóst var að um eitthvað alvarlegt væri að ræða, pabbi var fluttur með sjúkrabíl suður. Fyrstu viðbrögðin mín voru að hringja í pabba í von um að þetta væri ekki svo alvarlegt. Við fréttirnar og ekkert svar frá pabba nötraði ég öll og mér varð kalt, ég sagði upphátt að pabbi myndi ekki lifa þetta af en innst inni vonaði ég af öllu hjarta að þetta myndi blessast, að hann myndi vera með meðvitund þegar að suður væri komið. Eftir símtalið kyssti ég son minn og skildi hann eftir hjá pabba sínum og keyrði niður á flugvöllinn á Akureyri og pantaði næsta lausa flug, ég man ekki eftir því að hafa keyrt þangað og ég man ekki eftir því að hafa komið mér tilbaka. Ég hringdi í Aðalstein bróður og færði honum fréttirnar, hann bókaði næsta flug frá Danmörku. Tilfinningin við að pakka niður í litla tösku fyrir þessa ferð var furðuleg, óraunveruleg. Biðin á flugvellinum var engu skárri ég andaði óreglulega og var allan tíman að halda inn í mér gráti, ég sat fremur aftarlega í flugvélinni man ég og vonaði að enginn væri við hliðina á mér í fluginu. Stuttu seinna sá ég kunnuglegt andlit, fyrrum samstarfskonu mína og yndislega sál, hún átti sætið við hliðina á mér. Ég byrjaði strax að tárast og hún hélt í höndina á mér – ég sagði henni hvað væri að gerast og hún huggaði mig og var fullkomlega til staðar. Takk Halla. Klukkan var orðin tíu þegar að ég loksins kemst inn á gjörgæsludeild Borgarspítalans og þá var eins og raunveruleikinn hafi slegið mig kalda. Þarna lá hann hreyfingalaus tengdur í allskyns vélar innan um sjúkratjöld. Hjúkrunarfræðingur kemur til mín og segir mér hvað sé verið að gera fyrir hann en að ég skuli hvíla mig því að það væru langir dagar framundan. Ég og Halli Már bróðir borðuðum sóma samlokur og hjúruðum okkur í aðstandenda herbergi deildarinnar.. hvernig áttum við að sofa? 


20 ágúst 2019

Vekjaraklukkan á símanum hringdi og Halli Már fór til Keflavíkur að sækja Aðalstein, nú vorum við öll saman komin. Við biðum eftir fyrsta fundi með teymi deildarinnar og tíminn stóð í stað. Þau  löbbuðu inn og okkur var tilkynnt að pabbi yrði tekinn af svæfingu til að athuga viðbrögð og virkni heilans eftir tvær stórar blæðingar. Að sitja þarna hjá honum sjá bringuna rísa og falla, heyra hjartslátt en vita í raun að hann væri ekki þarna – þessi bið át okkur að innan. Prófin voru tekin og um tvö vorum við öll saman komin á aðstandenda herberginu, teymið labbar inn ásamt presti og okkur tilkynnt að engin mælanleg virkni væri í heila föður okkar. Þarna þurftum við að taka þá ákvörðun að slökkva ljósið. Að taka ástvin úr sambandi gerist þó ekki eins og slökkt sé á rofa, þú situr klukkutímum saman á meðan að súrefni er minnkað og hjálp fjarlægð - þú grætur, faðmar, syngur, strýkur í gegnum hár, heldur í hendi, syrgir og kveður. Pabbi var úrskurðaður látinn 17:41 20 ágúst 2019. 


Pabbi var minn besti vinur og ég sakna hans alla daga. Mín skilaboð með því að deila þessum skrifum eru: Elskið í dag og sleppið takinu - lífið kemur og fer á ögurstundu elsku vinir❤️


Takk fyrir að lesa.

SAA - National Center of Addiction Medicine

SÁÁ hjálpar einstaklingum og fjölskyldum þeirra í glímunni við fíknsjúkdóminn. Það gerir SÁÁ með fræðslu, afeitrun og meðferð í göngudeildum, á sjúkrahúsi og í meðferðarstöð. Markmið SÁÁ er að gera skjólstæðingum og fjölskyldum þeirra kleift að eignast nýtt og betra líf laus úr viðjum fíknarinnar.

New pledges

Pledge history

Ingibjörg B
Amount2,000 kr.
Þú getur þetta💪
Harpa Njáls
Amount2,000 kr.
Vel gert - Gangi allt í hag!
Knútur
Amount5,000 kr.
You got this Hugrún. Lesgo!
Agnes Eir Guðmundsdóttir
Amount3,000 kr.
Knús
Þorkell Ingi ''Doddi''
Amount5,000 kr.
No message
Viktor Snær Oliversson
Amount2,000 kr.
you go girl
Alexander Eiriksson
Amount10,000 kr.
Minning Halla lifir. Hans er sárt saknað. ❤️
Patrekur Sveinn Þorkelsson
Amount10,000 kr.
Gott málefni 😊
Rannveig Eiríksdóttir
Amount1,000 kr.
No message
Rakel Jóna Hreiðarsdóttir
Amount5,000 kr.
Áfram þú Hugrún, kveðja frá okkur Karen Lilju
Amount2,000 kr.
No message
Ásta Marý
Amount5,000 kr.
Hlakka til að fylgjast með þér á hlaupum Hugrún mín 🥰💙
Amount5,000 kr.
No message
H7
Amount5,000 kr.
No message
Harpa Sævarsdóttir
Amount2,000 kr.
Markmiði náð. Hlauptu frænka
Samúel þór Hermannsson
Amount1,000 kr.
No message
Money
Amount1,000 kr.
🗣️
Berglind Guðmundsdóttir
Amount2,000 kr.
♥️
Jönína Björg Magnúsdóttir
Amount2,000 kr.
No message
Helga Arnardóttir
Amount2,000 kr.
Þú rústar þessu❤️
Ívar Ø
Amount5,000 kr.
Ánægður með þig 💪🏻
Kristrun Vala Olafsdottir
Amount5,000 kr.
Þú ert frábær🥳
Stína og Óskar
Amount10,000 kr.
Flott hjá þér elsku Hugrún
Kristín Þóra
Amount5,000 kr.
Áfram Hugrún og áfram SÁÁ!
Bralli
Amount5,000 kr.
Run Hulla run!
Sigurdór frændi
Amount5,000 kr.
No message
Malla Hár
Amount10,000 kr.
Elskjú<3
Sjöfn Magnúsdóttir
Amount2,000 kr.
Þú ert frábær! 💕🎉

Styrktaraðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • Suzuki
  • 66 Norður
  • Gatorade