Runners
Total collected
Goal
thank you for your support!
Ég ætla að taka þátt í mínu fyrsta Reykjavíkurmaraþoni og hlaupa mitt lengsta hlaup, heilt hálfmaraþon;)
Ég mun hlaupa fyrir Ljósið. Það eru alltof margir sem verða fyrir barðinu á þessum illvíga sjúkdómi sem krabbameinið er, sumir sigra en alltof margir tapa. Mamma mín var ein af þeim sem fékk þetta verkefni, eins og hún kallaði það, sem betur fer er hún í hópi þeirra heppnu og er laus við það í dag. Elsku mamma þetta er fyrir þig.
Ef þið sjáið ykkur fært að heita á mig þá væri ég afar þakklát<3
Ljósið - Cancer Rehabilitation Center
Ljósið er sjálfstætt starfandi endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda. Hjá okkur starfar þverfaglegur hópur fagaðila að andlegri, líkamlegri og félagslegri endurhæfingu þeirra sem greinast með krabbamein allt frá 16 ára aldri. Einnig veitum við þeim sem greinast og aðstandendum allt niður í 6 ára aldur fræðslu og stuðning.
New pledges