10 K

Hanna Sesselja Hálfdanardóttir

Supporting Icelandic Childhood Cancer Organization and is a member of Team Abra

Total collected

11,000 kr.
11%

Goal

100,000 kr.
Donations are now closed,
thank you for your support!

Annað  árið í röð ætlar Team Abra að hlaupa fyrir SKB, (styrktarfélag krabbameinssjúkra barna). Í þetta skipti mun öll fjölskyldan (líka Kristján Leó sjálfur með hjálp frá aðstandendum og hjólastól á kantinum ef á þarf) hlaupa og vonandi bætast fleiri fjölskyldumeðlimir og vinir við🥰

2023 - 2024 hefur verið mjög erfitt ár fyrir fjölskylduna og þá sérstaklega fyrir Kristján Leó, drenginn okkar. Hann fékk stórt aukaverkefni í hendurnar í lífinu, illkynja heilakrabbamein að nafni Medulloblastoma. Eftir bráða lífshættulega og lífsbjargandi heilaskurðaðgerð febrúar 2023, geislameðferð á heila og mænu ásamt krabbameinslyfjameðferð sem lauk 7. mars 2024 þá fékk hann gott svar eftir segulómun á heila í apríl. Flottar myndir og núna byrjar eftirfylgni með segulómmyndatöku af heila reglulega næstu 5 árin og áframhaldandi eftirfylgni með ýmsum hætti út lífið, t.d vegna aukaverkana af krabbameinsmeðferðinni (geislum og lyfjameðferð). Hæsta áhætta á endurkomu krabbameinsins er fyrstu 2 árin. Við vonum það besta og höldum áfram að vera í núinu og venjast nýju lífi og að komast til baka í hversdagsleikann.


Takk allir fyrir stuðninginn í fyrra💖💕

Takk allir fyrir stuðninginn þegar Kristján Leó var í heilaskurðaðgerðinni. Fundum sterkan meðbyr frá Íslandi sem hjálpaði okkur foreldrunum mikið þegar okkur leiða eins og við vorum að drukkna af áhyggjum.💕💖

Takk SKB fyrir stuðninginn og alla hugulsemi sem okkur hefur verið sýnt. 💞🥰

Takk fjölskyldan okkar og vinir sem hafa verið til staðar fyrir okkur á svo margan hátt 💖💕 ómetanlegt 🫶

Icelandic Childhood Cancer Organization

Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna var stofnað 1991 af foreldrum barna með krabbamein en árlega greinast 12-14 börn með krabbamein á Íslandi. Tilgangur félagsins er að styðja krabbameinssjúk börn og aðstandendur og gæta hagsmuna þeirra á öllum sviðum. Það sinnir fræðslu- og útgáfustarfsemi um sérstöðu og þarfir krabbameinsveikra barna og um síðbúnar afleiðingar eftir krabbameinsmeðferð.

New pledges

Pledge history

Sandra Seidenfaden
Amount1,000 kr.
Gangi ykkur vel
Rannveig
Amount2,000 kr.
Áfram Team Abra
Mamma og pabbi
Amount5,000 kr.
Áfram Team Abra
Brynhildur Hafsteinsdóttir
Amount2,000 kr.
Áfram Hanna!
Þórdís
Amount1,000 kr.
No message

Styrktaraðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • Suzuki
  • 66 Norður
  • Gatorade