Fyrsta Reykjavíkurmaraþonið fór fram árið 1984 en þá voru 214 skráðir til þátttöku. Frá árinu 2014 hefur þátttökufjöldi verið 14-15 þúsund manns ár hvert.
Undanfarin ár hefur þátttaka aukist mikið í keppnisvegalengdum Reykjavíkurmaraþons. Skráningartölur frá upphafi má finna í töflunni hér fyrir neðan. Athugið að ekkert hlaup var haldið árið 2020 og 2021 vegna Covid-19 heimsfaraldursins.