Marathon - Regular registration

Viktor Aron Bragason

Supporting Einstök börn Stuðningsfélag and is a member of 501st Legion Icelandic Garrison

Total collected

110,000 kr.
22%

Goal

501,000 kr.

Preferred Payment Method

Mastercard

Í fyrra hljóp ég hálft maraþon (21,1 km) klæddur sem Stormtrooper. Það var erfitt, heitt en ógleymanlegt.

Í ár ætla ég að taka það skrefinu lengra. Bókstaflega. Ég ætla að hlaupa heilt maraþon (42,2 km) í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst.

Ég hleyp í minningu Árna frænda míns sem féll frá langt um aldur fram. Hann var aðeins 31 árs gamall. Ég hleyp fyrir Einstök börn málefni sem ég veit að Árni hefði viljað styðja.

Árni var FH-ingur inn að beini og fylgdist með öllum þeirra leikjum, en hann var líka mikill Star Wars aðdáandi og ég verð því klæddur sem Scout Trooper í hlaupinu. Það voru uppáhalds trooperarnir hans og mér þykir vænt um að geta heiðrað minningu hans á þennan hátt.

Vinir mínir úr 501st Icelandic Garrison ætla líka að taka þátt í skemmtiskokkinu til að sýna samstöðu og styðja þetta framtak. Það skiptir mig miklu máli að vita að þau standa með mér.

Ég ætla að reyna að vera duglegur að birta myndir og myndbönd af ferlinu fyrir þá sem hafa áhuga. Bæði af æfingaferlinu og búningagerðinni.

Það væri mér líka ótrúlega mikils virði ef fólk deilir þessari færslu áfram. Þannig fáum við vonandi fleiri til að styrkja gott málefni og heiðra minningu Árna.

May the force be with my feet!

Einstök börn Stuðningsfélag

Einstök börn er stuðningsfélag barna með sjaldgæfa, alvarlega sjúkdóma. Félagið var stofnað þann 13. mars 1997 af foreldrum 13 barna, sem áttu ekki heima í neinum öðrum starfandi félagasamtökum. í dag veitir félagið mikla þjónustu og bíður upp á fræðslur og hópastarf fyrir börn,foreldra og aðra í fjölskyldunni. Það teljast í dag um hátt í 900 fjölskyldur í félaginu, og sumar fjölskyldur eru með fleiri en eitt langveikt barn. Það eru yfir 500 ólíkir sjúkdómar á skrá í félaginu, sem eiga það sameiginlegt að vera langvinnir og hafa varanleg áhrif á lífslíkur barnanna, og lífsgæði barnanna og fjölskyldna þeirra. Í erfiðustu tilfellunum er það vitað með vissu að börnin munu ekki lifa fram á fullorðinsár. Rekstur félagsins er þungur þar sem fjölgun hefur verið mikil, þörf á þjónustu og úrræðum stór aukist og mikil orka fer í að aðstoða foreldra við að leita að aðstoð og finna úrræði sem henta börnum þeirra þar sem kerfið er flókið.

New pledges

Pledge history

Amount10,000 kr.
No message
Emil G
Amount5,000 kr.
U got this!
Amount1,000 kr.
No message
Amount2,000 kr.
No message
Ragnar Jóhannesson
Amount2,000 kr.
Gangi þér vel
Eva Rós Stefánsdóttir
Amount5,000 kr.
No message
❤️
Amount6,000 kr.
No message
Sanna A.
Amount5,000 kr.
You’re amazing! Also a little insane, but mainly just amazing!
Sóri
Amount5,000 kr.
Frábært framtak
Elly Ragnarsdottir
Amount15,000 kr.
No message
Elsa Bessadóttir
Amount5,000 kr.
No message
Amount10,000 kr.
No message
Hafdís Harðardóttir
Amount5,000 kr.
Gangi þér vel
Hafdis Harðardóttir
Amount5,000 kr.
Gangi þér vel
Hrafnhildur Kristinsdottir
Amount2,000 kr.
Fyrir Árna❤️
H. Atérg
Amount10,000 kr.
No message
Ragnar Jóhannesson
Amount10,000 kr.
Do or do not, there is no try.
Ísak Már Aðalsteinsson
Amount2,000 kr.
No message
Aron Lúkas
Amount5,000 kr.
❤️❤️❤️

Styrktaraðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • Suzuki
  • 66 Norður
  • Gatorade