Runners

Total collected
Goal
Preferred Payment Method
Þann 23.ágúst ætla ég að hlaupa hálft maraþon – 21,1 km – og ég geri það ekki bara fyrir mig, heldur fyrir alla sem hafa orðið fyrir ofbeldi og þurfa stuðning. Ég ætla að hlaupa fyrir Bjarkarhlíð, því það er félag sem veitir þolendum sem hafa orðið fyrir ofbeldi öflugan stuðning, úrræði og öryggi – eitthvað sem ég sjálf hefði þurft þegar ég var yngri.
Ég varð fyrir miklu líkamlegu og andlegu ofbeldi af hendi föður míns sem barn/unglingur. Þetta hafði og hefur djúp áhrif á mig og breytti því hvernig ég upplifi sjálfa mig og heiminn í kringum mig.
Að hlaupa þetta maraþon endurspeglar mína vegferð, að endurheimta stjórn, brjóta upp þögnina og breyta sársaukanum í styrk ❤️
Með því að styrkja mig í þessu hlaupi styrkir þú einnig Bjarkarhlíð og hjálpar þeim að halda áfram að vera skjól fyrir aðra þolendur sem þurfa á því að halda. Allt framlag skiptir máli – bæði stórt og smátt.
Bjarkarhlíð - family justice center
Bjarkarhlíð er þjónustumiðstöð fyrir fullorðna þolendur ofbeldis af öllum kynjum. Þar gefst einstaklingum kostur á viðtölum og ráðgjöf hjá ráðgjöfum, lögreglu og lögfræðingum þeim að kostnaðarlausu og á þeirra forsendum. Bjarkarhlíð er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins, dómstólaráðuneytis, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Samtaka um kvennaathvarf, Stígamóta, Mannréttindaskrifstofu Íslands og Kvennaráðgjafarinnar. Bjarkarhlíð tók formlega til starfa 1. febrúar 2017
New pledges