Runners

Benjamín Þórðarson
Supporting Píeta samtökin, sjálfsvígs- og sjálfsskaða forvarnir, meðferð og hjálparlína.
Total collected
Goal
Preferred Payment Method
Af hverju Píeta samtökin? Við þekkjum öll einhvern eða höfum jafnvel sjálf verið á þeim ömurlega stað í lífinu að geta ekki séð fram úr því hvernig viðkomandi ætti að komast í gegnum næsta dag og íhugað að kannski væri bara best að gera það ekki! Ég hef verið á þeim stað og veit því mikilvægi þess að hafa stað sem hægt er að leita til þegar líðanin er svona skelfileg. Þarna er fólk sem er til í að hjálpa ókunnugu fólki af heilum hug og náungakærleik og fyrir það ber að þakka. Samtökin eru eingöngu rekin á styrkjum og söfnunarfé og mig langar að leggja mitt af mörkum til að þessi frábæru samtök geti haldið áfram með sitt frábæra starf. Vissir þú td að skv opinberum upplýsingum féllu að meðaltali 40 manns fyrir eigin hendi á Íslandi á árunum 2014-2023? Þá eru ekki talin með tilfelli þar sem dánarorsök er óviss! Og vissiru líka að sjálfsvíg er þriðja algengasta dánarorsök 15-29 ára?
Píeta samtökin, sjálfsvígs- og sjálfsskaða forvarnir, meðferð og hjálparlína.
Píeta samtökin sinna meðferðar- og forvarnarstarf gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða.
New pledges