Hlauparar
Stefan Örn þórisson
Hleypur fyrir Ljósið - Endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og er liðsmaður í Sexy Beasts
Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Ég hleyp fyrir Ljósið vegna þess að í fyrra greindist ég með ristilkrabbamein sem olli heilablóðfalli og 2 blóðtöppum í heila. Þrátt fyrir að takast á við krabbameinið og taugalömun eftir heilblóðfallið vil ég leggja mitt að mörkum og styðja við Ljósið sem þakklæti fyrir þessa frábæru þjónustu sem þar fer fram.
Sérstaklega fyrir að skapa umhverfi þar sem karlmenn sem yfirleitt vilja bara sitja heima og taka á veikindum einir geta komið saman í góðum félagsskap og notið endurhæfingar.
Ljósið - Endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda
Ljósið er sjálfstætt starfandi endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda. Hjá okkur starfar þverfaglegur hópur fagaðila að andlegri, líkamlegri og félagslegri endurhæfingu þeirra sem greinast með krabbamein allt frá 16 ára aldri. Einnig veitum við þeim sem greinast og aðstandendum allt niður í 6 ára aldur fræðslu og stuðning.
Nýir styrkir