Hlauparar
Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Ég ætla að hlaupa 3 km með Bjarna mínum fyrir Parkinsonsamtökin sem mamma hefur nýtt sér vel sl. 2 ár. Starfsemin í Parkinsonsamtökunum er til mikillar fyrirmyndar og styður vel við fólk með Parkinson. Ég er svo ánægð og stolt af mömmu að hafa mætt strax eftir greiningu í St. Jó. þar sem samtökin eru til húsa og að hafa mætt mjög reglulega síðan. Hún er svo glöð og þakklát með starfsfólkið og allt fólkið sem mætir. Góður andi ríkir í samtökunum sem vilja gjarnan fá innspýtingu til að geta haldið áfram sínu góða starfi. Áfram mamma og áfram Parkinsonsamtökin!
Parkinsonsamtökin
Parkinsonsamtökin og Taktur endurhæfing Parkinsonsamtakanna eru í Lífsgæðasetri St. Jó í Hafnarfirði. Hjá Takti er lögð áhersla á heildræna og samfellda endurhæfingu með sérhæfðri sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, ráðgjöf, fræðslu og námskeiðum fyrir fólk með parkinson og skylda sjúkdóma ásamt stuðningi við aðstandendur. Endurhæfingin miðar að því að auka líkamlega, andlega og félagslega heilsu og auka lífsgæði fólks með parkinson. Allar nánari upplýsingar má finna á www.parkinson.is.
Nýir styrkir