Runners
Hólmfríður Einarsdóttir
Supporting Andartak, Icelandic Cystic Fibrosis community and is a member of Helix
Total collected
Goal
thank you for your support!
Árið 1998 hlóp ég í mínu fyrsta og síðasta Reykjavíkurmaraþoni, 10 km þá 24 ára gömul og birtist mynd af mér í Mogganum. Strax að loknu hlaupi fór ég og keppti fullan fótboltaleik f.h. Selfoss á móti FH, líklega var ég þindarlaus á þessum tíma :)
Nú í ár ætla ég að hlaupa í annað sinn með starfsfélögum mínum hjá Helix, helixhealth.is þar sem „Við fléttum saman tækni, hugvit og innsæi til að bæta líf þeirra sem þiggja velferðarþjónustu og þeirra sem hana veita.“
Við Helix-arar erum að safna fyrir og styrkja Andartak, en Andartak er styrktarfélag fyrir einstaklinga á Íslandi sem eru með slímseigjusjúkdóm. Engin lækning er til við sjúkdómnum. Fólk með CF þurfa að nota innöndunarlyf og sýklalyf til þess að þynna slímið og reyna að losa það upp og þannig minnka líkur á sýkingum. Lungnasjúkraþjálfun er einn stærsti og mikilvægasti þátturinn í að stuðla að heilbrigði og þurfa þau að stunda mikla hreyfingu daglega, auk þess að hitta sjúkraþjálfara og nota lyfin.
Þeim sem sjá sér fært að heita á mig og þar með styrkja þetta verðuga málefni, færi ég bestu þakkir ❤
Andartak, Icelandic Cystic Fibrosis community
Andartak er styrktarfélag fyrir einstaklinga á Íslandi sem eru með slímseigjusjúkdóm. Slímseigjusjúkdómur (Cystic Fibrosis) er arfgengur víkjandi sjúkdómur sem veldur galla í CFTR geni. Þessi galli hefur áhrif á slímhúð í ýmsum líffærum en allt slím sem líkaminn framleiðir verður of þykkt og seigt sem veldur því að bakteríur eiga auðveldara með að setjast í slímið og valda sýkingum.
New pledges